Leita í fréttum mbl.is

Hjúkk, þá er tölfræðiprófið búið :)

Hér sit ég í nettu spennufalli. Prófið búið og ég nokkuppttþétt að hafa ná því. Vonandi er ég ekki of góð með mig. Næst á dagskrá er að hætta alveg að hugsa um það :)

Ég dreif mig með yngir dóttur minni í Griffil að versla skólabækurnar fyrir 1. árið hennar í menntó. Við fjárfestum einnin í forláta reiknivel Casio Fx320 minnir mig ;) Þetta slapp nú nokkuð vel hjá okkur þar sem að talsvert af bókunum var til notaðar og þá u.þ.b. 1/3 ódyrari. Við sluppum með tæpar 35.000 krónur.

Það bjargaði okkur líka aðeins að ég átti eina dönsku bókina og þýsku bækurnar sem eru annars mjög dýrar og mjög góðar. Sannkallaðar do it your self bækur. Þýska fyrir þig 1 og 2 ásamt frábærri málfræðibók.  Þær eru svo góðar að ég tók þrjá síðustu áfangana 203,303 og 403 á einni önn og fékk 9 í einkunn í þeim öllum. Það er bara bestu meðmæli sem ég get gefið kennslubók!

Já það liggur við að það sé dýrara að kosta sig í menntaskóla en í háskóla. Ég á nú eftir að sjá bókalistann fyrir haustönnina hjá mér en mig grunar að þar liggi kostnaðurinn í kringum 20 ö 30 þúsund.

Það hlakkaði líka aðeins í mér yfir forsjálninni því að ég safnaði 5000 kr inn á opinn sparnaðar/vaxtareikning hjá Glitni og hann dugði fyrir skólagjöldum og skólabókum dóttur minnar 50.000 kr. Nú þarf ég að starta nýjum reikning og byrja að safna fyrir næsta hausti hahahaha.

Fyrirhyggjan í fyrirrúmi ;)

Nú get ég sinnt fjölskyldunni og hlakkað til Rock Star  því að ekki ætla ég að sleppa því að horfa á þáttinn, að minnsta kosti ekki þar til skólinn byrjar hahahahaha 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju, það er æðislegt þegar við þessar ungu og auðvita þeir þessir ungu líka fara í nám. Ég fór í nám eftir 25 ára stopp og 3 börn. Lét gamlan draum rætast og fjárfesti í sjálfri mér. Enn og aftur til hamingju með prófið. Já það er spennandi RockStar þáttur í nótt og enn meiri spenna fyrir aðra nótt. Kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 20:04

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir Sigrún :)

Ég hlakka líka mikið til að horfa á þáttinn. Hefurðu heyrt eitthvað um hvað gerðist í Vegas? Hvers vegna slúttuðu þeir partíinu og báru Dilönu út í miðju lagi?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 15.8.2006 kl. 20:49

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir Sigrún :)

Gaman að heyra af náminu þínu. Ég fyllist alltaf af stolti yfir mannskepnunni þegar hún lætur draumana sína rætast! Fannst þér það ekki æðislegt þó svo að þetta kosti auðvitað mikla vinnu og aga?

Ég hlakka líka mikið til að horfa á þáttinn. Hefurðu heyrt eitthvað um hvað gerðist í Vegas? Hvers vegna slúttuðu þeir partíinu og báru Dilönu út í miðju lagi?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 15.8.2006 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 71733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband