Leita í fréttum mbl.is

Murphys Law

Það er ekki að spyrja alltaf gerast ævintýrin þegar maður hefur síst tíma til að taka þátt í þeim. Ég þurfti að skjótast út í Háskólafjölritun á Suðurgötunni í gær sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema af því að á leiðinni heim lenti ég í ævintýri.

Ég er að aka yfir gatnamótin Suðurlandsbraut- Kringlumýrarbraut og er að skipta í annan gír þegar kúplingspedallinn fellur bara flatur undir fætinum á mér. Mér tekst að koma bílnum upp á grasbakka hjá Nordica Hótel til þess að skilja hann þar eftir þar til reyndar menn eða konur en ég koma honum til bjargar.

Ég var svo sem heppin með veðrið, sérstaklega þar sem ég var frekar léttklædd enda átti þetta bara að vera snöggur skottúr. Ég fékk mér 30 mínútna göngutúr og fylgdist með hugsuninn á meðan. Úff það er ekki lítill hraðinn þar, ég hefði betur  verið með einn af þessum skemmtilegu heimspekifyrirlestrum eða góða tónlist í mp3 spilaranum.

Hugsanirnar flugu á hraða ljóssins :) ... ég hefði nú bara getað keyrt hann heim þó hann væri fastur í öðrum gír.... hum.. en nei það er svo mikið af umferðarljósum og ekki gott fyrir bílinn að starta honum í öðrum gír.... 1. hefði kannski gengið en þá hefði ég verið illa séður hlutur á götunni gagnvart öllum hinum bílsjórunum.... svona gekk þetta í bylgjum... ég hafði ekki kannað vandann neitt að ráði bara komið bílnum af götunni, hringt í elskuna mína og lagt svo af stað heim til að halda áfram að takast á við tölfræðina.

Það leiddi hugann að líkunum á því að bíllinn bilaði einmitt þegar sonur minn er að fara í lokaíþróttanámskeiðið ( í eina viku) og ég í prófið... og þegar mér varð hugsað til þess hve sjaldan bíllinn bilaði á þessu ári sem við höfum átt hann miðað við alla hina dagana sem hann er keyrður já þá er þetta þvílíka tilviljunin. 

það er því ljóst að Murphys Law´s standa sko fyrir sínu í mínu lífi þessa dagana. Ef eitthvað getur klikkað já þá klikkar það!

Ég er nú búin að vera að velta fyrir mér vhernig ég eigi að komast með strákinn minn á íþróttanámskeiðið án þess að fara með hálfan daginn í ferðir. Þá komst ég að því hve fáránlegt leiðakerfið hjá strætó er ef að þú ætlar að ferðast inn hverfisins. ég bý í Vogahverfi og þarf að komast niður að Laugardalshöll þar sem þróttur er með aðstöðu.

Leið 14 er eini bíllinn sem stoppar á heimaslóðum en hann stoppar síðan við Laugardalslaugina og þaðan þurfum við að ganga eða fara með vagninum niður á hlemm og taka einhvern sem stoppar væntanlega upp á suðurlandsbraut eða eitthvað .....

Síðan er prófið hjá mér á þriðjudaginn hahahahahahahaha.

Feitur biti þetta að kingja!!! 

Ég brosi því í gegnum tárin eins og sumir aðrir og vona bara að það stytti upp ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband