Leita í fréttum mbl.is

Hvað get ég gert?

Í dag hef ég setið með sveittan skallan ýmist yfir tölfræði eða heimspeki. Tölfræðin er nú að síast inn hjá mér þökk sé snillingnum eiginmanni mínum :)

Heimspekin finnst mér bara svo heillandi en hef sennilega ekki heimspekiheila. Ég les og les og hef gaman af en þegar ég ætla að fara að taka þátt í heimspekilegum umræðum til dæmis um hin ýmsu isma þá kemst ég að því að fróðleikurinn hefur að mestu leyti lent á teflonsvæði heilans!

Mér gremst þetta því að efnið er skemmtilegt og enn skemmtilegra er nú að taka þátt í umræðunum. Ég hef því verið að velta fyrir mér hvað ég geti gert til þess að fróðleikurinn brenni sig fastan í heilann í stað þess að lenda á teflon svæðinu.

Ég man eftir því í vetur sem leið þegar ég var í heimspeki trúarbragðanna (fyrsti kúrsinn sem ég tók) að ég var ekki vön heimspekilegri hugsun. það er mér léttar að fást við staðreyndir heldur en slíkar pælingar en þetta er skemmtileg áskorun.

Ég var að lesa grein um heilastarfsemina þar sem fjallað var um svokallaðar gammabylgjur en heilinn framkallar þær þegar athygli er mikil. Tilraunin sem ég var að lesa um gekk út á það að greina græna tölustafi úr talnasafni.

Þegar viðkomandi sá stafinn og sagði frá því fóru gammabylgjur í gang. Ég veit að þær hafa hraða tíðni og eru yfirleitt ekki mældar enda frekar sjaldgæfar. En þær standa fyrir mikla og sterka heilavrkni sem getur orðið til þess að heilabörkurinn þykknar (en það er eitthvað sem allir vilja).

Ég ættii því ef til vill að búa mér til talnasafn og fá síðan einvhern fjölskyldumeðlim til að skrifa ofan í einn og einn staf með grænum lit?

Ekki gengur að lesa hverja bókina af annarri og leyfa þeim öllum að lenda á teflonsvæðinu! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 71774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband