Leita í fréttum mbl.is

Áhættusöm hegðun og slæmar ákvarðanir unglinga geta verið afleiðing...

óþroskaðs ennisbarkar (framheila) en ekki uppreisnargirni eins og svo oft hefur verið haldið fram.

Ég var að fá uppáhalds tímaritið mitt í gær "Scientific American Mind". Eins og ef til vill sést á blogginu mínu í gær þá hef ég verið upptekin við annað ;) Þetta blað er svo stórkostlegt, þetta er annað blaðið sem ég fæ þar sem hver einasta grein í blaðinu vekur áhuga minn!

Ég hélt bara að þetta væri ekki hægt. Það kemur út annan hvern mánuð sem er fínt fyrir mig því að næsta blað er þá væntanlegt í október og ætti ég að geta lesið mig í gegnum greinarnar og pælt í þeim leitað frekari upplýsinga o.s.frv. án þess að það bitni á próflestri í lok november og byrjun desember.

En afur að greininni. nú er komið í ljós að þegar einstaklingur tekst á við erfiðar ákvarðanir eða bregst við umhverfinu ( hættu á árekstri) þá starfar heilinn í unglingum ólíkt heila í fullorðnum. Mikil virkni greinist í framheila (ennisberki) hjá unglingunum en lítil samvinna við önnur heilasvæði eru til staðar. 

Þetta er megin munurinn. Ennisbörkurinn er að þroskast mikið á þessum tíma en ég hef lesið rannsóknagreinar þar sem talað er um fylgni á milli þykktar (sem verður vegna mikillar notkunar svæðis) ennisbarkar og hæfni til að taka skynsamar ákvarðanir.

Ofbeldishneigðir einstaklingar eru að jafnaði með þynnri framheilabörk en aðrir. Tilfinningar og hvatvísi er því meira ráðandi eftir því sem ennisbörkur er þynnri.

Það er því gott að hafa það í huga þegar unglingar eru annars vegar að þeir eru ekki endilega í meðvitaðri uppreisn gegn því sem er að gerast í umhverfi þeirra heldur er þroski heilasvæðanna líklega orsökin fyrir viðbrögðunum.

Ég man eftir umræðu fyrir stuttu síðan þess eðlis að ef til vill væri vit í að hækka bílprófsaldurinn og samkvæmt greininni þá munar líklega um hvert eitt ár í þroska sem mun leiða af sér að þegar hætta stafar af einhverju í umhverfinu t.d. öðrum bíl eða gangandi vegfaranda þá  hefur einstaklingurinn meiri getu til að bregðast skynsamlega við því vegna virkari samvinnu margra heilasvæða.

Ég gat ekki séð að 2 ár til eða frá breytti yfirleitt einhverju um slysatíðni ungra ökumanna en ætli ég verði ekki að endurskoða þá afstöðu mína. 

Scientific American Mind, 2006,  Vol 1 no4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 71604

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband