Leita í fréttum mbl.is

Ekki hissa á bræði Frakka....

Fyrir nokkrum árum var ég á ferðalagi og heimsótti þá meðal annars borg drauma minna. Í mörg ár hafði mig dreymt um þessa rómantísku borg og séð allt varðandi hana í fjólubláu ljósi. 

Það þróaðist síðan þannig að við fjölskyldan vorum í sumarfríi í Hollandi og móðir mín heitin var með okkur í för. Ég var að sjálfsögðu æst í að komast í snertingu við fjólubláu borgina sem mig hafið dreymt um í mörg ár.

Það varð úr. En maðurinn minn varð eftir í Hollandi ásamt sonum okkar en dóttir mín og mamma fóru með mér til Parísar. Vonbrigði mín voru svo mikil að mig hefur aldrei langað til þess að heimsækja hana aftur.

En það sem stóð upp úr voru æstir bílstjórar!!!!! Ég hef bara aldrei séð annað eins hvorki fyrr né síðar. þeir rifust við næsta bíl :) með hnefann á lofti út um gluggann öskrandi úr sér lungun. Ég tók líka eftir því að margir bílanna voru með einhverjar aukagrindur á stuðurunum. ég skildi nú ekki hvað tilgangi þetta átti að þjóna en hafði aldrei séð þetta áður.

Ég varð síðan vitni að því og ekki eini sinni eða tvisvar að þegar bílstjóri finnur bílastæði (sem er auðvitað allt of lítið fyrir bilinn) þá ýtir hann við bílunum fyrir framan og aftan til að troða sér í stæðið hahahahaha vááááá ég átti ekki orð yfir þessu. Hvernig ætla þeir að komast aftur út úr stæðinu ef þetta er lenskan þegar menn leggja í stæði?

Þá svaraði einhver mér "nú ætli þeir nuddi sér ekki bara út aftur"  Þetta gerðist fyrir tæpum 20 árum síðan og samkvæmt könnuninni sem ég var að lesa á mbl.is þá virðist blóðið í þeim enn vera heitt! 

 

 


mbl.is Breskir ökumenn þeir taugatrekktustu í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband