31.7.2006 | 08:30
Nú sit ég og þurrka tárin vegna tilfinningaþrunginnar stundar hjá Magna
Jafnvel þó maður reyni að setja sig í spor annarra þá er það ill mögulegt ef maður hefur ekki sjálfur reynslu af því sem er að gerast.
Þegar Magni kom inn í herbergið sitt þá lá óvæntur glaðningur á rúminu hans. Þetta var fartölva og á skjánum var mynd af konunni hans og sæta syninum :) Magni Dilana og Josh horðu á videotöku þar sem litli snáðinn fiktaði við gítarstrengi, hossaði sér í rúminu og labbaði um með hjálp mömmu sinnar.
Magni reynir að lýsa því hvernig honum líður og augljóst er að hann er mjög snortinn. Þetta ætti ef til vill að vera prívat fyrir hann en ég er samt sannfærð um að fólk verður gripið. Ég er auðvitað mikil barnakona og tárin trilluðu bara niður andlitið á mér við það eitt að horfa á þetta. Þetta virkaði á mig eins og að lesa bók.
Comment sem tengjast vikunni
"Magni's son...so cute. And I am not a baby person...but that video made me get all verklempt. It's one thing for all these rawkers to be away from loved ones for up to 3 months...but Magni is missing out on 3 months ofh his son's life that he'll never get back. That's committment."
"ETA: That was a touching scene with Magni and Magni didn't seem to be part of the boys club at the beginning of the show."( af sömu síðu)
Annað mikilvægt sem kom fram hjá Magna er hversu mikið batteríin hlaðast upp við það að heyra frá ástvinum og öðrum þeim sem standa með honum. Hann er ákveðnari í að ná enn betri árangri og vá hvað ég hlakka til að hlusta á hann aðfaranótt miðvikudagsins.
Videóbrotið úr viku fimm er hér. Sjáðu Magna með þínum eigin augum horfa stoltur og hrærður á son sinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Kvikmyndir, Tónlist, Vefurinn, Sjónvarp | Breytt 1.8.2006 kl. 15:32 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.