29.7.2006 | 13:59
Sjóræninginn er sumarsmellurinn ;)
Skellti mér í bíó í gær með fjölskydlunni. Við börðum sjóræningjann augum og þrátt fyrir að sitja á öðrum bekk þá var þetta hin besta skemmtun. Ég kveið örlítið fyrir því að standa upp í lok sýningar með hálsríg og áttaði mig á því hve mikilvæg hallanlegu sætin eru fyrir þa´sem sitja svona framarlega.
Ég er sannarlega ekki vön því. Við mættum seint eða 15 mínútum fyrir sýningu þar sem maðurinn minn var að vinna frameftir og þar á eftir var farið í sund hahahahaa alltaf nóg að gera á mínum bæ!
Þrátt fyrir þetta allt saman þá var myndin svo fín að ég gleymdi því hvar ég sat og sérstaklega í hvaða stellingu hausinn á mér var, en hann er vanari að halla fram (yfir bókalestri og tölvuskrifum) en aftur. Ég hugsa nú bara að ef ég hallaði mér svona mikið úti í rigningu þá......
Það sem kom mér enn og aftur á óvart með sjóræningjann eru allar þessu þvílíkt fyndnu aðstæður sem hann lendir í og losnar úr. Það væri ekkert smá gaman af því að þekkja fólk sem skrifar slík handrit. Ég vil ekki segja meira en mæli með að áhugasamir skelli sér á gæðasýningu í Kringluna!!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:39 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.