21.7.2006 | 17:27
Þetta minnir mig á sumarið 2003
Þá var ég með fjölskyldu minni í Berlín. Hitinn var svakalegur eða 40 stig á celsius. Ég man eftir því einn daginn að ætla að kæla okkur aðeins niður með því að opna gluggana en vúff það var miklu heitara úti en inni.
Við vorum ekki með loftkælingu en ég tók á það ráð einhvern daginn að standa fyrir framan ísskápinn (opinn). Samt leið okkur ágætlega þrátt fyrir allan hitann. Við vorum mikið úti, það var auðvitað drukkið mikið og svo sóttum við vatn eitt sem hafði verið útbúið eins og gerviströnd. Þar voru líka kaldar sturnur og fullt af fólki.
Ég man þó eftir því að ungabarn lést meðan við vorum þarna. Börnin eru auðvitasð svo viðkvæm fyrir hitatapi og svona ung geta þau ekki tjáð sig um hve heitt þeim er. Ekki batnar nú ástandið ef þau gráta mikið.
Ég man nú eftir því í Þýskalandi að fólk lá í sólbaði þrátt fyrir allan hitann.
30 hafa látið lífið af völdum hita í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Dægurmál, Ferðalög | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.