20.7.2006 | 23:01
Fór að skoða seglskipið Sedov
Vá þetta er ekkert smáskip. Það var gaman að fara með fjölskyldunni niður á bryggju. Við drifum okkur á milli 19 og 20 og gátum bara gengið um borð. Mig hefði nú langað til að fara undir þiljar en eðlilega var það ekki hægt :(
Þetta var samt æðislegt. Möstrin svo há að þegar ég horfið upp eftir þeim þá svimaði mig...hjúkk
Þegar við vorum búin að fá okkur göngutúr fram og til baka eftir skipinu endilöngu eina 236 metra þá ákváðum við að fara heim. Vá ég var sko hissa þegar ég sá alla biðröðina við skipið. skipverjar voru farnir að hleypa fólki í hollum um borð.
Já við höfðum sko valið okkur rétta tímann. Veðrið var líka svo gott að þetta var bara eins og ég væri í utanlandsferð (Rússlandi) hef reyndar aldrei komið þangað en tungumálið hljómaði af og til í eyrum mér um borð ;)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Dægurmál, Ferðalög | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.