Leita í fréttum mbl.is

Ekki enn komnar niðurstöður

Lífið er að komast í farveg á ný eftir prófin. Ég var svo hamingjusöm þegar einkunnir bárust í "Perranum (persónuleikasálfræðinni) það var áfangi sem kom mér nokkuð á óvænt þar sem að ég hefði aldrei geta látið mér detta í hug að hann væri svona heimspeki-/sögulegur. En mér tókst að ljúka honum og er sérlega ánægð með það enda einn af erfiðari áföngunum. 

Niðurstöður eru komnar úr tveimur af fjórum áföngum en ég var að spreyta m ig á 18 einingum (15 einingar eru 100% nám :)) Niðurstaðan úr tveimur fyrstu var góð og er ég þokkalega bjartsýn á hinar tvær.

En úr einu í annað. Ég byrjaði að vinna daginn eftir síðasta prófið og þeir sem þekkja mig best missa líklega andlitið ef ekki bara höfuðið allt! Ég sótti um sumarvinnu á leikskóla!

Ástæðan, ég hef gjarnan verið beðin um hana ;) jú það var einstaklega gaman í þroskasálfræðinni hjá Sigurði J Grétarssyni  enda öðlings kennari og ekkert smá skemmtilegur þegar hann er að tala um börn. Mig langaði í beinu framhaldi af því að vera með börnum í sumar og valið stóð þá um aldursbil. Ég endaði á Holtaborg sem er hér í nágrenni við mig. 

Helst hefði ég nú viljað vinna með yngstu börnunum en eldri hóparnir eru líka skemmtilegir bara á annan hátt. Á Holtaborg er öðlings starfsfólk og frábær leikskólastjóri. Allir eru tilbúnir til að veita stuðnig, gefa upplýsingar og annað sem nýliðar þurfa. Ég er því í góðum höndum.  

Það var nú gaman af því hér einn daginn þá voru spennandi hlutir að gerast hjá börnum á ákveðnum aldri og þegar ég kom heim þá fletti ég upp í bókinni góðu sem ég var að læra í vor ;). Einnig voru tveir starfsdagar og á öðrum þeirra var fyrirlestur um hinn frjálsa leik með áherslu á Vygotsky en í náminu mínu var einmitt lögð áhersla á hann. Ég þekkti því eitt og annað sem Guðrún Bjarnadóttir (fyrirlesarinn úr Kennaraháskóla Íslands)  talaði um.

Ég er búin að vera á svo á fullu síðustu tvö mánuði eða svo að ég hef ekki haft mínútu eð aþrek afgangs. Nú hlakka ég til að taka aðeins þátt í blogglífinu á ný, bregða mér í heimsóknir til bloggvina og hriða niður eitt og annað sem mér dettur í hug.

Ligg reyndar veik heima núna. full af kvefi og einhverri drullu með tilheyrandi skemmtilegheitum. Það var nú eiginlega fyndið að um daginn var verið að ræða það á kaffistofunni að nýliðar á leikskólum yrðu veikir fyrst eftir að þeir byrja að vinna. Ég var aðeins of góð með mig enda verð ég yfirleitt aldrei veik nema um jól og áramót! En nú ligg ég hér og ekki hin hressasta hóst hóst****

Ég hef þó einsett mér það að kíkja á sjóræningjann um þessa helgi og svo ætlaði ég auðvitað út að hlaupa, hj+ola á nýuppgerðu hjólinu mínu og kaupa og steja niður nokkrar plöntur. Ég veit næu ekki hvort mer tekst meira en að skreppa í bíó en við sjáum nú til ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Velkomin í gloggheima.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.5.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk Jórunn mín :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.5.2007 kl. 10:02

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Velkomin aftur! :) Gaman að heyra að allt gangi vel hjá þér! Til lukku með nýja starfið. Vinkona mín vann einu sinni á leikskóla og hún var eiginlega alltaf veik, mun oftar en aðrir starfsmenn. Að lokum hætti hún en uppgötvaði svo síðar að hún var sú eina sem hafði farið í inflúensusprautu ;)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 31.5.2007 kl. 08:54

4 identicon

Ja hérna, hvað finn ég hérna??!!? það er ekkert verið að segja manni frá því að maður sé bara hinn mesti bloggari, hummm. Ferlega ertu annars í áhugaverðu námi, he,he,he!

Ragna Margrét Norðdahl (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Það var nú eins gott að ég fékk mér ekki líka einhverja sprautu því að mér gengur hálf illa að losna við kvefið ;) Fanney

Gaman að heyra frá þér !

Hehe velkomin í heimsókn hér Ragna. Afhverju er ég ekki hissa á þ´vi að þér finnist námið mitt áhugavert...... humm ???? 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 9.6.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband