15.7.2006 | 16:37
Eiginlega smá fyndið....
Ég og yngri dóttir mín vorum að horfa á gamla perlu í gærkvöldi. Ég hafði nú séð hana tvisvar áður og í minningunni var hún rosa fín. Þetta var myndin "African Queen" með Humprey Bogart og Katheryn Heburn.
Mér fannst myndin lengi að byrja ;) Ég mundi svosem ekki mikið eftir henni nema að samband aðalleikarann var mér ofarlega í huga. En brandarinn í myndinni er rómantíkin.
Ég gat ekki annað en skellihlegið þegar þau voru að baða sig í ánni með þeim skilyrðum að þau myndu ekki kíkja á hvort annað. Þegar hún ætlar sér síðan aftur upp í bátinn nþá kemst hún engan veginn og hann verður að hjálpa henni helst án þess að kíkja ;)
Nú þegar hún er svo komin upp í bátinn þá er hún klædd í hálfgerðan samfesting með buxnaskálmum um hné ( nærföt) og hann mátti ekki kíkja hahahahahahaha
Þegar ég hugsa um bíómyndir dagsins í dag og slíkar aðstæður sem sköpuðust þarna þá geri ég mér grein fyrir breytingunum sem hafa orðið. Myndin er fín þegar upp er staðið og auðvitað klassaleikarar, en þar sem ég er frekar virk í á horfa á bíómyndir þá finnst mér vanta allan hraða í þessar gömlu góðu sem ég fílaði mjög vel þegar ég var unglingur ;)
Svona er þetta það er víst ekki bara það að ég breytist eitthvað smá við allt sem ég sé heyri og les (líka bloggið þitt) heldur eru allir hinir að breytast líka og tímarnir þar af leiðandi.
það er smá áskorun að stinga upp á gömlum góðum myndum mér fannst t.d. Gone with the Wind fín þegar ég sá hana fyrir ég veit ekki hvað mörgum árum síðan og nú er ég að stinga upp á því við dóttur mína að við ættum kannski að berja hana augum. Ég veit svo sem ekki á hverju við eigum von á en auðvitað er alltaf gaman að mæta sjálfum sér í nýjum búning sem er eiginlega það sem að gerist þegar gamlar lummur eru rifjaðar upp og einhvern veginn fitta ekki inn í daginn í dag.
Mig minnir að þetta sé rómantísk drama og að ein af aðalleikkonunum hafi verið sjúk (geklofi) en samt var ákveðið að hún kláraði myndatökurnar. Það er svolítið öðruvísi að horfa á myndina með þær upplýsingar en ég vissi ekki um þetta þegar ég sá hana fyrst.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Kvikmyndir, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.