13.7.2006 | 17:17
Stysta leið í Laugardalshöll reyndist vera annað !!
Annað hvort eru rosa MIKLAR framkvæmdir í viðgerðum á gatnakerfinu í Reykjavík eða að þeir sem sjá um að skipuleggja þær eru ekki með þeim færustu ;)
Kvart, kvart og hvína hvein hvinum !!!!!!! :(((((
Ég var stödd í Húsasmiðjunni við Vogahverfið og ók upp Skeiðarvog, ætlaði mér að fara stystu leið í Laugardalshöllina. Þegar ég kem að hringtorginu rétt hjá MS þá sé ég að Suðurlandsbraut er lokuð. ég ek þá út úr torginu og inn í Skeifu. Ætla mér síðan að taka hægri beygju in á Grænsásveg og fara þaðan niður á Suðurlandsbraut eða beint yfir hana og aka meðfram Laugardalnum.
Þegar ég kem þangað þá eru báðar þessar leiðir lokaðar. Ég þarf því að fara inn í heimana og ætla þá að krækja fyrir Glæsibæ eins og margir aðrir bjartsýnir bílstjórar. En ég og þeir komumst fljótt að því að sú leið var líka lokuð.
Það skapaðist smá bílaörtröð við planið á Glæsibæ. Mér tókst af snilld ;) að snúa mér út úr þessu og snaraðist yfir í vinstri beygju inn Álfheima (held ég) og ópk alla leið upp á Langholtsveg þar sem ég ætlaði að taka vinstri beygju svo að ég kæmist nú að Laugardalshöllinni.
En nei, nei...... #$!%###! þar var líka lokað bara hægt að fara til hægri. Ég var nánast komin langleiðina aftur að sama punkti á Skeiðarvogi. En gat farið niður einhverja götu sem ég veit ekki hvað heitir og ekið Skipasundið í þá átt sem ég ég hafði ætlað að aka Langholtsveginn, þaðan komst ég síðan upp á Langholtsveg og niður á Laugarásveg þaðan á Sundlaugarveg og þá var leiðin orðin greið.
Ég held bara að ég hefði verið fljótari að fara upp í Mosfellsbæ heldur en að aka í eintóma hringi um þetta annars ágæta hverfi eins og hver annar #$"!%/&%#" .
Ég hlakka til að ferðast örugglega og hratt um þetta vherfi að ári liðnu, væntanlega verður þá búið að fínisera það horna á milli. Ég man nú ekki eftir að neinn nýkjörinn búi á þessu svæði????
Hvað ætli valdi öllum þessum endurbótum á þessum stað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Ferðalög, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Snilldar góð lýsing. Lenti á álíka í dag.
Bestu kveðjur. jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.7.2006 kl. 18:48
Takk Jórunn já er þetta bara svona víða um bæinn eða varstu á svipuðum slóðum?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.7.2006 kl. 18:57
Já, ég var á sömu slóðum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.7.2006 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.