13.7.2006 | 13:51
Er þetta hálfgerð vetrarlægð?
Fólk varað við að vera uppi á hálendi um miðjan júlí!!!! Hvað er eiginlega í gangi? Er ekki hásumar á Íslandi?
Að vísu eru síðustu rigningadagar hér í Reykjavík farnir að minna á haustið. Ég var að aka um borgina og "rak" augun í gulnaðar plöntur sem ég tók þó eiginlega ekkert sérstaklega eftir. Þegar ég kom heim seinna um daginn þá var þessi líka hellidemba. Eitthvað sló þessu nú öllu saman í kollinum á mér. Mér fannst allt í einu að það væri komið haust!!!
Sumarið hafði bara farið hjá svona í hendingskasti og eiginlega án þess að ég hefði orðið mikið vör við það. Mér til léttis áttaði ég mig á því að enn var sumarið bara rétt hálfnað enda nóg eftir að gera hjá mér aður en alvöru haust skellur á!!
En hvað er eiginlega að gerast í veðrinu. Það er bara engu orðið hægt að treysta. Látum það nú vera þó að einhver fasteignasali sé að hvetja fólk til að kaupa fasteignir, þó aðenginn heilvita maður halupi nú eftir því, en að ekki sé hægt að treysta á veðrið?????
eða þannig;)
Varað við stormi á miðhálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði, Ferðalög, Dægurmál | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Já hvað ætli orsaki þetta allt saman. Ég var að lesa í Blaðinu í dag eitthvað um að óróleiki væri í lofthjúp jarðar og að pólarnir hefðu færst eitthvað til. Ég man þetta ekki nægilega vel en þetta gerist af og til og geta þeir færst um tugi metra þó að það hafi ekki verið raunin. sína var önnur frétt um risaöldur 35m háar.....?????
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.7.2006 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.