5.7.2006 | 17:17
Einn af 100 bestu Háskólunum????
Hvað þýðir það? Þýðir það ef til vill að sá sem hefur gráðu frá þeim háskóla standi betur en þeir sem hafa gráðu frá háskóla em ekki er á meðal 100 bestu?
ég hef velt þessu svolítið fyrir mér. Ég hef svo sem ekkert á móti því að Háskóli Íslands raði sér með 100 bestu háskólunum en hvað felst í því. hverju er verið að fórna. Mig minnir að ég hafi heyrt Háskóli Íslands skóli allra landsmanna! Allir eiga sama rétt til náms!!!
Ég hef vegna fjárhagslegra aðstæðna og félagslegra (5 barna móðir) ekki geta hafið háskólanám fyrr en á síðasta ári. Ef að HÍ væri á meðal 100 bestu hefði það þá þýtt að fólk eins og ég ætti ekki séns?
Væri skólinn þá ekki lengur skóli allra landsmanna og sami réttur fyrir alla til náms? Ja ég velti þessu óneytanlega fyrir mér hvað felist í því að skólinn sé einn af 100 bestu? Vonandi er það þess virði. Einhver annar bloggari hér, ég er því miður búin að týna honum, var að tjá sig um muninn á skólagjöldunum í HR og HÍ 45.000 og 450.000 sem er þó nokkuð. Það er alla vegana ljóst að ég hefði ekki getað látið drauminn minn rætast. Ég gæti ekki í dag stundað nám við skóla þar sem að skólagjöldin væru svo há.
En þú lesandi góður, veist þú hvað felst í því að vera 1 af 100 bestu háskólunum?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:19 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.