25.6.2006 | 21:10
Fyrirlestrarhelgi lokið Jón Baldvin Hannibalsson kom mér á óvart
þá er "International Conference og Atheis" lokið. Ég mætti þarna ásamt eiginmanni mínum til þess að víkka sjónarhorn mitt. Ég er ekki félagi í neinu þeirra félaga sem standa að þessu, en heimsspekikennari minn í vor sendi mér email um þessa ráðstefnu.
það var gaman að hitta Brannon Braga einn af höfundum Startrek (150 þátta) og Threshold. Hann var áhugaverður bæði á "fan" fundi hjá Gísla í "Nexus" sem m.a. styrki komu hans hingað og líka á ráðstefnunni í dag. Ég var nú ekki sérlegur Startrek áhangandi en þótti sumir þættirnir áhugaverðir.
Ég vissi hins vegar ekki að trúmál og Guð mættu alls ekki koma fram í þessum þáttum. Ég hugsa að ég eigi eftir að horfa á einhverja þætti aftur út frá þessu nýja sjónarhorni.
Jón Baldvin Hannibalsson var með opnunarræðu sem var afar skemmtileg. Hann kom mér virkilega á óvart. Ræðan hans var hnittin og áhugaverð. Ég hef nú ekki verið sérlegur aðdáandi hans en hann sýndi mér nýja hlið á sér á ráðstefnu Atheiista. hann minnti mig á pabba sinn sem ég var mjög hrifin af í kringum 1972 :) en þá var ég ung og ör í hugsun.
Jón Baldvin kom mér vel fyrir sjónir. Ég hafði hann fyrir sessunaut í hádegismatnum og var hann einstaklega þægilegur, sannkallaður "Gentlemaður" gaman að spjalla við hann. Mér skildist að hann væi að mæta hjá NFS í fyrramálið klukkan 7:15 í beina útsendingu.
Þetta var annars hin besta ráðstefna tilvalin til þess að auka víðsýni og ekkert nema gaman að kynnast sjópnarhorni trúleysingja af ýmsum toga víðsvegar að úr heiminum...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 71765
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.