22.6.2006 | 19:38
Hjúkk rosa léttir
Mikið er það ánægjulegt að samkomulag hafi náðst um kjarasamningana. Ég hef sjaldan verið ánægðari. Ég fyllist af trú og öryggi, yfir því að menn eru að takast á við vandann. Það er mikilvægast af öllu mikilvægu að missa ekki þann árangur út úr höndunum sem náðst hefur með verðbólguna.
Vonandi munu allir finna sig knúna til þess að takast á við hana. Ég hef velt því svolítið fyrir mér af hverju ekki er gerð alvarleg tilraun til þess að launa fólki það að spara. Auðvitað hefur mér þótt gott að fá vaxtabæturnar en það væir ef til vill hægt að hanna kerfi sem virkaði hvetjandi á fólk til þess að hefja og stunda markvissan sparnað.
Það þyrfti áreiðanlega að markaðsetja það vel þar sem að við lifum í þvílíka mötunarsamfélaginu. Það liggur við að sumir bíði eftir því að þeim verði sagt hvað þeir eiga að gera og hvernig ;) Ég er því miður áreiðanlega líka þátttakandi þar eins og aðrir. Ég trúi því að það sé hægt að breyta um áherslur. Það þarf bara að taka sér tíma í það og hlúa að uppbyggingunni á meða fólk er að átta sig á því hve mikil áhrif og hve mikla vellíðan það getur veitt svo ég tali nú ekki um sjálfstæði og frelsi.
þegar ég hugsa um lánastofnanir eins og ég gerði þegar verst stóð á hjá mér. Ég var skuldunum vafin og átti í raun ekki tímann minn. Íbúðalánasjóður átti X marga klukkutíma á mánuði, Landsbankin átti x marga aðra klukkutíma á mánuði og Verslunarmannafélag Reykjavíkur átti x marga klukkutíma á mánuði.
Sjálf hafði ég valið að fara í þær þrælabúðir, að hlekkja mig þar fasta og eiga ekki lengur neitt af tíma mínum. Í tólf ár hafði ekki tekið mér meira en 3 - 10 daga í sumarfrí og það ekki einu sinni á hverju ári. Ég hef stundum gert að gamni mínu þó að djúp alvara liggi þar á bak við að skuldsetning okkar séu þrælabúðir nútímamannsins í neyslusamfélaginu ,)
Að komast úr þeim hlekkjum, að finna að það er leiðin sem ég er byrjuð að ganga fyllir mig af eldmóði og kjarki og hlakka ég til þess að eiga þó ekki væri nema 1/2 sólarhringinn sjálf og getað ráðstafað honum af hjartans lyst!
Samkomulagi náð um kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Stóri misskilningurinn
- Vonbrigði þegar stjórnmálamenn komast til valda að þeir standa ekki við orð sín
- Var Gunnar Bragi blekktur?
- Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu
- Í tilefni af þeirri BÆNAVIKU sem að nú stendur yfir hjá öllum KRISTNUM söfnuðum, að þá er rétt að minna á að OPINBERUNARBÓK NÝJA-TESTAMENTISINS fjallar um allt það sem á eftir að gerast ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.