Leita í fréttum mbl.is

Ekki eitthvað sem ég vildi fá að prófa!

  

 Líf án lyktar- og bragðskyns!!! Oh my God! Mér finnst dagurinn ekki byrja fyrr en ég finn ilmandi lyktina af macchiatóinum mínum, hinum himneska kaffibolla dagsins. Maðurinn sem ég var að lesa um í New Scientist vaknaði einn daginn án lyktar- og bragðskyns. Það gerðist bara just like that.

 Aumingja maðurinn var félagi í ýmsum matar og vínklúbbum. Nú gat hann aðeins notið áferðar og litar matarins og vínsins. Matar og kaffihlé voru með reglulegu millibili 5 sinnum á dag honum til mikillar armæðu.

Ekki var undankomu auðið, hann varð jú að borða og drekka til þess að geta lifað. Lækinirinn hans sagði honum þær fréttir að stundum væri þetta ólæknanlegt! Til allrar hamingju fyrir manninn þá frétti hann af Thomas nokkrum sem var á annarri skoðun um skaðann sem vírusinn olli. Maðurinn ákvað að fara í meðferð hjá Thomas og viti menn....

Fjórum mánuðum síðar fann hann lyktina af kaffinu sínu. Vá en hvað ég skil hann án þess þó að hafa verið í hans sporum. Hann fann líka lyktina af götum London og þótti það bara góð tilfinning. Í dag nýtur hann allrar lyktar hvort sem hún flokkast sem góð eða slæm.

Já góðir hálsar ( eða kannski nef ;)) njótið ný þess að vera með lyktarskynið og bragðlaukana í lagi jafnvel þó að sumt skynjun veiti meiri vellíðan en önnur ;) 

Bibliography;

NewScientist, 2005 September, The unbearable absence of smelling. Volume 187, no2518


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 71775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband