21.6.2006 | 20:21
Neytendur geta haft áhrif en vandinn er sá......
að þegar við erum að tala um að kaupa sér þjónustu hjá vændiskonu/manni þá eru neytendur ef til vill ekki fúsir til að koma upplýsingum áfram.
Það fer hrollur um mig að lesa að ungar stúlkur séu þvingaðar til vændis. Að selja blíðu sína ætti alltaf að vera val. Sumir sjá það sem valkost og virðast vera sáttir við það en öðrum finnst erfitt að skilja að svo geti verið. Það eru fréttir að lögreglan skuli vera að sinna þessum málum og hvetja kúnna til að gefa þeim upplýsingar svo að hægt sé að ná þeim sem standa á bak við þetta. Auðvitað ætti það ekki að vera fréttnæmt, heldur ætti sú vinna alltaf að vera í gangi. Það gefur þó von um að ef til vill sé hægt að bjarga fleiri ungum stúlkum frá því hlutverki.
Ég fór í vísindaferð í Stígamót með samnemendum mínum í vetur. Þar kom fram að engin a.m.k. þeirri kvenna sem leitaði til þeirra teldi það hafa verið gott val. Starfskonurnar sögðu að það fygldi þessu alltaf eitthvað meira.
Ég vil líka nota tækifærið og hæla þeim sem sjá um innleggin á mbl.is ég ætti nú ef til vill að skrifa sérpistil um það. Það er frábært og mjög faglegt að hafa einhverjar heimildir ef lesandi hefur áhuga fyrir að kynna sér málið frekar. Þetta er ef til vill ekki alltaf auðvelt en ég er afar þakklát fyrir þær fréttir sem vísa á uppruna fréttarinnar. Takk fyrir það ef einhver af rétta liðinu rekst á þennan pistil minn.
Þúsundir stúlkna fluttar til Bretlands og þvingaðar til vændis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Dægurmál, Menning og listir, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Hið besta mál ef kúnnum er heitið nafnleynd. Vonandi að það skapi aðhald, að það verði ekki lengur "þess virði" að selja 14 ára krakka.
Villi Asgeirsson, 22.6.2006 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.