Leita í fréttum mbl.is

Neytendavaldið

Ég furða mig á því aftur og aftur afhverju neytendur nota ekki vald sitt. Taka saman höndum og versla ekki vörur eins og til dæmis iTunes frá Apple. Ég er ekki sérstaklega að taka Apple fyrirtækið fyrir heldur er verið að fjalla um vörufrá þeim í frétt mbl.is sem ég er að blogga út frá.

Átta neytendur sig virkilega ekki á því að sameiginlegt vald þeirra virkar? Ef að vara selst ekki þá er enginn tilgangur að framleiða hana. Ef að nógu margir sniðganga fyrirtæki sem býður upp á ósanngjarna skilmála þá er það tilneytt til þess að breyta þeim ellegar illa fer fyrir rekstrargrunni fyrirtækisins.

Mötunarsamfélög eru hættuleg þegnum þeirra á vissan hátt. Sköpunarkraftur, frumkvæði og fleira í þeim dúr dofnar. Þegnarnir kaupa það sem auglýst er. Trúa því sem sagt er við þá og lifa svo jafnvel ósáttir.

Þetta er svona svipað og með atkvæðisréttinn. Þegar ég spyr fólk afhverju það kjósi ekki þá fæ ég oft svarið eitt atkvæði breytir engu. Ef ég svara því til að ef allir hugsuðu svona þá myndi bara þeir sem í framboði væru kjósa sjálfan sig. Mikilir öfgar og fáir tilbúnir til að hlusta á þá, en auðvitað skiptir hvert atkvæði máli.

Þetta á líka við um neyslusamfélagið. Neytendur velja hverjir komast af, hverjum gengur vel. Þeir eru að greiða atkvæði með rekstri í hvert sinn sem þeir kaupa eitthvað. Margir er bara að hugsa um peningana sína "ég versla í Bónus af því að þá fæ ég fleiri vörur fyrir sama pening" eða tímann sinn  " þægilegt að versla á horninu" o.s.frv. en auðvitað eru neytendur líka að segja ég vil að þessi þjónusta verði hér áfram. 

Ég ímynda mér að það geti verið spennandi að lifa í samfélagi virkra neytenda. Þá væri lífið auðvitað ekki eins fyrirsjáanlegt, þar sem að fumkvæði, sköpun og hugsjónir væru stærri þáttur en í dag.  


mbl.is Neytendasamtök á Norðurlöndum vilja skýringar frá Apple
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband