13.6.2006 | 09:07
Enn einu sinni spyr ég ......
hver segir sannleikann? Alveg er það með eindæmum hve ríkt það er í manneskjunni að segja ekki sannleikann. Svo mikið ber þeim í milli Þorsteini Pálssyni og Jóhanni Haukssyni og Hallgrími Helgasyni að ég get bara hrist höfuðið.
Allir hljóma þeir svo sem trúverðugir en hvað veldur því að þeir sjá málið á svo ólíkan hátt. ég hef svo sem lesið um þá tilhneigingu fólks að sjá og túlka hluti í takt við það sem passar þeim sjálfum.Manneskjan getur verið ótrúlega blind á það sem ekki passar inn í hennar heim.
Alvarlegar ásakanir ganga í rauninni í báðar áttir. Þorsteinn segir frá hinu rétta í Fréttablaðinu í dag. sé það raunin þá er Jóhann Haukss. frekar ódrengilegur í sínum pistlum og Hallgrímur greinilega hlynntari Jóhanni (Fréttablaðið í gær)því að hann sér það rétta hjá honum. Þorsteinn vitnar í grein Hallgríms og segir að hann verði síðan sjálfur að standa fyrir sínu.
En hvað veit ég? Mér fannst eiginlega ég hafa sóað tíma mínum í að lesa pistla sem greinilega eru ekki byggðir á traustum grunni, þar sem að mönnum ber talsvert mikið á milli. Eini tilgangurinn væri þá sá að vekja máls á þessu hér í blogginu. Ég hef staðið mig að því, stundum þegar ég les blöðin að ég tek mark á því sem ar stendur. Samt veit ég um mörg mál, sem hafa birst á síðum blaðanna þar sem farið er með rangt mál eða mistúlkanir, jafnvel rangtúlkanir ( fréttin selur betur) hafa átt sér stað.
Ég hef samt það mikla þörf til að fylgjast með samfélaginu og því hvernig menning okkar breytist smátt og smátt með hegðun fólksins. Mikið vildi ég nú óska þess að einn af þeim þáttum væri meiri hreinskiptni að fólk einfaldlega segði satt frá og myndi draga úr þeirri þörf að vera alltaf að túlka orösk orða annarra. En þetta er nú auðvitað fjarlægur draumur sem er því miður ekki líklegur til þess að rætast.
Mér er því nær að láta mig dreyma um mína þátttöku (hegðun) í samfélaginu því að það er víst eini vettvangurinn sem ég get haft áhrif á ( mín eigin hegðuð) ;)
Unnið að starfslokasamningi Jóhanns Haukssonar við Fréttablaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Menning og listir, Lífstíll, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Sammála þér... sannleikurinn er sjaldnast hættulegur, en fólk heldur það svo oft, og það á afar veikum forsendum.
Guðmundur D. H. (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.