Leita í fréttum mbl.is

Þráðurinn tekinn upp aftur eftir nokkurra ára hlé

Árin liðu hér í Reykjavík og alltaf nóg að snúast. Sálfræðin var farin að kalla á mig á ný. Ég sótti um undanþágu til að hefja nám við Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa ekki lokið stúdentsprófi. Ég vissi til þess að margir höfðu fengið undanþágu sem vöru eldri en 25 ára. En nei var svarið, engar undanþágur veittar það árið.

Ég gerði aðra tilraun 2 árum síðar, en allt fór á sama veg. Þá fór ég á fund Gísla Fannbergs og ræddi við hann um þessi mál. Hann benti mér á að fara í áfangaskóla og ljúka ákveðnum fögum, vera komin með 100 einingar og reyna þá að sækja um. Ég fór einnig á fund skorarformanns Zuilma Gabríela Sigurðadóttur og sagði hún mér að það væru ef til vill 1% líkur á því að undanþága yrði samþykkt. Ég lauk áföngunum og ætlaði að senda formlegt bréf sem færi fyrir skorarnefnd en þá kom tilkynning í blöðunum um það að engar undanþágur yrðu veittar til þess að hefja nám við HÍ.

Þetta hafði mikil áhrif á mig og var ég með tárin í augunum yfir því að þurfa að gefast upp og leggja endanlega þeim draum mínum að læra sálfræði :( 

En þá datt upp í hendurnar á mér tækifæri til þess að taka þátt í námskeiði sem haldið var í Odda vorið 2003. Lisa von Schmalensee kom til að kenna samskiptatækni sem er byggð á hugmynd bandaríska sálfræðingsins Marshall Rosenberg. Samkiptatæknin gengur undir nafninu gíraffatungumálið. Ef að þú vilt fræðast meira um það þá eru frekari upplýsingar hér

Ég lauk diploma og stefndi á að kenna öðrum það sem ég hafði lært. Þetta var erfitt og krefjandi nám. Mikilvægasti þáttur þess var að læra hvernig ég gæti komið tilfinningum og þörfum á framfæri án þess að aðrir færu endilega í vörn. Tæknin gengur út á að borin sé virðing fyrir þörfum þeirra sem tjáskipta eiga ( allra)

Á námskeiðinu komst ég í samband við þá sterku þörf mína á halda áfram að læra. Þetta var herslumunurinn sem mig vantaði til þess að vita hvað ég vildi og hvernig ég gæti borið mig að því að öðlast það....

meira síðar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband