Leita í fréttum mbl.is

Stærðin skiptir ekki máli ;)

Ég var að lesa fréttina um hérann sem réðist inn í hóp sleðahunda til þess að vernda umráðasvæði sitt. Þetta minnti mig á lítinn gára, hann Pésa sem dóttir mín átti. Pési var bara nokkurra daga gamall og handmataður þegar hún fékk hann, en viku síðar gáfum við henni annan pafagauksunga sem er mun stærri "Dísu". Dísa var líka nokkurra daga gömul og handmötuð. 

Þeir voru því báðir mjög gæfir. En Pési hafði komið fyrst í húsið. Hann var búinn að eigna sér það bæði uppi og niðri. Við gátum ekki haft þá í sama búri. En oft furðaði ég mig á því hvernig þetta er hjá dýrunum. Ég var einmitt að lesa almennu sálfræðina og fylgdist með hegðun fulglanna. Þetta auðveldaði mér heldur betur glósuvinnuna.

Dísa var sem sagt miklu stærri en Pési og hefði auðveldlega geta gengið frá honum. Það hefði nú samt mátt halda að Pésa fyndist hann mun stærri en hún. Greyið Dísa, þegar hún flaug og settist á sama stólbak og hann þá varð hann árasargjarn og rak hana niður eftir stólbakinu og þar hékk hún greyið.

Ég skildi því söguna um hérann sem var að verja svæðið sitt þó að hann þyrfti að horfast í augu við 13 sleðajhunda. Hann réðist nú ekki á þá sem betur fer og þeir ekki að honum, en þegar hann allt í einu stökk út úr hundahópnum þá sló hann með loppunni á trýni nokkurra hunda.

Hann mátti sko þakka fyrir að sleppa lifandi! 


mbl.is Reiður héri réðist á sleðahunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband