Leita í fréttum mbl.is

Leggjumst öll á eitt

Það er ánægjulegt að sjá að menn og konur eru að vinna í því að stöðva verðbólguna. Ég vona sannarlega að samkomulag náist um hugmynd frá Samtökum atvinnulífsins. Mér finnst líka sanngjarnt hvernig þetta er sett fram hjá þeim. En Samtök atvinnulífsins eru ekki þeir einu sem eru að gera eitthvað í málunum.

Í Fréttablaðinu í morgun sá ég auglýsingu frá Kb banka um hækkun innlánsvaxta. Það væri vit í því að bankarnir tækju saman höndum allir sem einn og hækkuðu innlánsvexti til þess að hvetja fólk til sparnaðar. Fyrir stuttu síðan sá ég auglýsingu frá S24 einnig um hækkun innlánsvaxta. Nú er bara að biða og sjá hvað setur. 

Íbúðaverð hefur reyndar enn verið að hækka þó að það sé nú lítið miðað við það sem gerðist á síðasta ári. Það er von til þess að stöðugleiki komist á það, en þær hækkanir hafa haft talsverð áhrif á verðbólguna.

Þegar velmegun eykst og fólk kemst í betri stöðu þá er auðvitað mikilvægt að reyna að halda þeirri stöðu. Til þess þurfa allir að leggjast á eitt. Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið. Þetta er svona eins og með gróðurhúsaáhrifin, sumum einstaklingum finnst ekki taka því að taka þátt vegna þess hve litlu máli framlag hans er. Ef allir hins vegar myndu hugsa svona þá fer það að skipta máli ekki satt?

Leggjumst því öll á eitt, sýnum lit, styðjum þá sem að koma með leið til lausnar með þvi að vera virkir þátttakendur. 


mbl.is Bjóða 12 þúsund króna hækkun á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 71733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband