31.5.2006 | 17:18
Hvernig lík eru lögð til
Ég fór að þjóminjasafnið fyrir stuttu og bloggaði einmitt um það hér. Þar skoðaði ég meðal annar mjög heillega beinagrind ( mér leið eins og ég væri að ganga á gröf). Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvernig líkið hafði verið lagt til. Ég reikna með því að fornleifafræðingar leggi beinagrindurnar til eins og þær fundust. Get mér þess til. Líkið hafði sem sagt verið lagt í fósturstellingu. Lá á hlið með bogin hnén. Umræða skapaðist um þetta og þótti þeim sem þátt tóku líklegt að þetta kæmi til vegna þess að Íslendingar sváfu í litlum rúmum með bogin hnén.
Nú var ég að lesa grein um fornleifafund í Forum Romanum í Rómaborg og tók eftir að líkið sem þar hafði verið lagt til fyrir u.þ.b. 3000 árum síðan, sem reyndar er forvitnileg vitneskja þar sem kenningar hafa verið uppi um upphaf Rómarbyggðar fyrir u.þ.b. 2700 árum, lá á bakinu með hendur niður með síðum.
Þekkir þú ástæðuna fyrir ólíkum aðferðum við að leggja til lík?
Formóðir fornra Rómverja fannst í Forum Romanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Menning og listir | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.