31.5.2006 | 12:53
Maðurinn hefur alltaf haft gaman af því að skilja umhverfi sitt
Einu sinni hélt maðurinn að jörðin væri flöt og að Guðirnir sýndu reiði sína með því að skekja landið og láta fjöllin spúa eldi. Vísindin hafa svo í aldanna rás sýnt okkur og sannað á margan hvernig efnis heimurinn er og hvað veldur þessu og hinu. Ég las í fréttunum ekki bara eina heldur tvær greinar sem tengjast nýjum upplýsingum sem breyta þeirri vitneskju sem við áður höfðum. Eins og að á Norðurpólnum hafi ríkt hitabeltislofslag fyrir u.þ.b. 55 milljónum ára og að meðalhiti þar hafi verið mun meiri en áður var haldið. Aðalástæðan hafi verið gróðurhúsaáhrif sem hafði hækkað hitastig jarðar.
Þetta er áhyggjuefni vísindamanna í dag að hitastig sem einmitt að hækka á jörðinni vegna gróðurhúsaáhrif. Vonandi hreyfa svona fréttir við einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum og öllum þeim sem taka þátt í því að auka loftmengun. Grænt er vænt. Það er einmitt það sem talið er að hafi gerst að ákveðin burknategund hafi breitt úr sér og unnið gegn koltvísýringnum þar til að hitastig fór að lækka aftur. Nú er um að gera að hvetja alla til enn frekari ræktunar.
Hitabeltisloftslag ríkti á norðurskauti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.