28.5.2006 | 15:24
Tillaga um nýjan stíl
Já þau eru flott í tauinu á myndinni sem fylgir frétt úrslita í Reykjavík á mbl.is kosningar. Allir karlmennirnir með bindi og næs ;) Skyldi Björn Ingi hafa farið inn á lokasprettinum vegna nýja stílsins? Hver veit, en samkvæmt rannsóknum um hegðun fólks þá gæti það einmitt verið raunin.
Ég er því með tillögu til allra stjórmálamanna og kvenna. Endurskoðið heildarstílinn ykkar. Ef eitthvað annað en það sem þið eruð að nota í dag eykur ytri fegurð ykkar þá breytið til og komið innri fegurð ykkar þannig á framfæri. Það væri nú sorgleg staðreynd ef að efnilegur pólitíkus kemst ekki á framfæri vegna þess að fólk er einfaldlega ekki móttækilegt fyrir ytri ímyndinni sem er öllum alltaf sýnileg.
Að breyta um stíl er svona eins og að ganga í vinnubúningi. Velgengni pólitíkusar stendur og fellur með því að einhver taki eftir honum/henni og vilji í framhaldi velja viðkomandi. Ef marka má rannsóknir á hegðun fólks þá gæti hugsanlega þessi áhrifaþáttur spilað inn í. Að sjálfsögðu heldur góður pólitíkus stöðu sinni þegar hann/hún hefur sannað sig, en til þess að svo megi verða þá þarf viðkomandi að fá tækifæri til að sanna sig. Ég beini því tillögu minni til allra flokka og legg til að áhersla verði lögð á stíl nýliðanna í flokkunum.
Ég sem ber mikla virðingu fyrir atkvæðisrétti mínum mun fylgjast grant með útlitsbreytingum hinn aýmsu flokka í komandi alþingiskostningum. Já ég sagði alþingiskostningum, ekki ráð nema í tíma sé tekið!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.