Leita í fréttum mbl.is

Hvað er svona erfitt við að viðurkenna staðreyndir?

Það er ekki hægt að neita því að það var eilítið hjákátlegt að horfa og hlusta á viðmælendur hjá Silfur Agli ;) í kosningasjónvarpi NFS í gær. Hann var að pæla í ímynd frambjóðenda og hvernig fatastíll ofl hafði breyst síðustu dagana. Egill kómískur að vanda með nett bros sem varla sást og stjörnur í augunum þegar viðmælendur hans (aðstoðamenn 3ja frambjóðenda í Reykjavík) börðust á hæl og hnakka eða þannig við að draga úr því að um einhverjar eða verulegar útlitsbreytingar hafi verið að ræða. Þetta voru aðstoðarmenn Vilhjálms, Dags og Björns Inga

Hvað er svona slæmt við það að menn "sjæni" sig upp og tálgi aðeins líkamann? Það er vitað að fallegu fólki gengur betur að ná til annarra. Margar rannsóknir hafa verið gerðar af sálfræðingum um þetta efni. Fólk einfaldlega kemur öðruvísi fram við þann sem er fallegur. Spurningin er þá bara hvað er fegurð? En viti menn það var aðeins systir Björns Inga sem samþykkti að hann hefði breytt um lífstíl, farið í ræktina og lagt af! Hinir reyndu að eyða umræðunni og að ekkert hefði í raun breyst. Er ekki bara allt í lagi að viðurkenna það að menn eru að bæta sig? Ekki furða að Agli hafi verið skemmt. Þetta var verulega kómískt!!! Fólk virðist bara skammast sín fyrir að viðurkenna slíka bót hum!

Í dag er inn að vera stæltur, grannur og ganga um í merkjavöru. Flestir eru sammála um að bros fegri einstakling frekar en lýti. Við erum auðvitað að tala um ytri fegurð en hún er jú það sem fyrst blasir við hinum ókunna. Hinn ókunni kynnist oft ekki innri fegurð einstaklings vegna þess að tækifæri gefst ekki.Samkvæmt rannsóknum þá leggur fólk sig fram við að koma vel fram við þann sem er hefur ytri fegurð. 

Ég hef um langa hríð neitað að trúa því að þessu sé svona varið. En rannsóknirnar tala sínu máli. ég sé því ekki betur en að sá sem er heiðarlegur, staðfastur, stendur við orðin sín, skynsamur og hugrakkur þurfi einnig að vera: stæltur, grannur gangandi um brosandi með hvítar tennur og sólbrúnku í merkjavörunni sinni. Þá munu margir hlaupa til og vilja endilega kynnast viðkomandi, kjósa hann/hana og allir lifa happy ever after

Já ég þarf víst að endurskoða þetta viðhorf mitt að innri fegurð sé það sem máli skiptir. Hún skiptir auðvitað öllu máli en til þess að hún fái að njóta sín þá þarf hún hækjur ytri fegurðar svo að opnir armar mæti henni! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: percy B. Stefánsson

sæl Pálína. Takk fyrir kveðjuna. Já það er spaugilegt að sjá breytt fólk berjast við að segja ég hef ekkert breyst! Alltí fína að laga sig til ef það er innan allra skynsamlegra marka. Annars þykir mér þú fara vítt yfir mannlegu sviðin :) Jolin og Pitt og fegurðarhugmyndir í kosningum. En auðvitað er þetta allt bara við manneskjan og eðlileg forvitni, ekki satt? kveðja Percy

percy B. Stefánsson, 28.5.2006 kl. 15:03

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hjartað tók nú bara kipp að fá kveðju frá þér. Allt sem viðkemur manninum vekur áhuga minn sumt þó meira en annað ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.5.2006 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 71607

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband