Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing um gildi lífsins í kjölfar atburða gærdagsins

Hvað er það sem skiptir máli í lífinu? Þegar litið er til atburða liðins dags, þeirrar sorgar og þjáningar sem margir eru að takast á við þá dragast fram hin raunverulegu gildi lífsins. Ein af grunnþörfum hvers einstaklings sem sameiginleg er öllum mannanna börnum er öryggi. Þegar öryggi brestur á taka ótti, kvíði, sorg ofl. erfiðar tilfinningar við. Þeir sem eru trúaðir leita þá í trú sína, aðrir gera það sem þeir geta í stöðunni og enn aðrir leiðast inn á braut vonleysis, tilgangsleysis eða hjálparleysis svo eitthvað sé nefnt. 

Mikilvægast er að eiga sér eitthvað, trúnna á Guð eða sína eigin getu, stuðning og hjálp samfélagsins og bærðra og systra, en trú á að alltaf sé einhver leið til sem gerir viðkomandi kleift að halda áfram þrátt fyrir áfallið.

Ég horfi á myndir af eyðileggingu hamfaranna í Yogyakarta og mér fallast hendur. Ég hugsa til allra annarra hamfara sem ég hef lesið um og til allrar hamingju þá heldur lífið alltaf áfram. Ég finn til með fólkinu og vildi vera til staðar, veita hjálpandi hönd þeim sem í neyð eru. En hér er ég óralangt í burtu og get eingöngu hugsað af kærleika og trú á getu þeirra sem þarna búa til þess að lifa af. Hugsað um þá sem hafa það í sér að rífa einn og annan upp úr þeim erfiðu og þungu tilfinningum sem geta verið lamandi fyrir lífið. Rífa þá upp, skapa samstöðu, halda áfram og gera það sem hægt er miðað við þær aðstæður sem eru til staðar.

Máttur mannsins getur verið gríðarlega mikill þegar á reynir og miklu meiri en hann sjálfan grunar.  En dagurinn í gær bjó yfir fleiri áföllum. Tveir menn létust á Akureyrinni og snerti það mig þegar sumir stjórnmálamenn sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum vottuðu aðstandendum samúð sína. Mikil sorg lá yfir Akureyri í gær.

Tvennt togaðist á í mér. Annars vegar sorgartíðindi vegna slysa og hamfara og hins vegar sveitastjórnarkosnignarnar. Ég var full af samúð vegna fyrri atburðanna og eftirvæntingu vegna þeirra síðari. Þegar ég fékk mér morgunkaffið mitt þá leiddi ég hugann að hinum pólitíska heimi. Rifjaði upp mínar minningar þegar ég var virkur þátttakandi þar. Ljós rann upp fyrr mér. Það snýst um að stjórna borginni, ráðstafa þeim peningum sem hún hefur á milli handanna. ég rifaði upp loforðalista liðinna kjörtímabila og minnist þess ekki að annað hafi verið áberandi en það sem tengist efnisheiminum. Sjálfsagt er erfitt að koma öður við. Ætli kirkjan eigi ekki að sjá um það. En það eru ekki allir trúaðir. Hvað með þá?

Hvernig má auka mátt mannsins þannig að grundvallaþörfum sé mætt og þegar á reynir þá geti maðurinn lifað af innri styrk sínum? Þessi morgunkaffibolli var pólitískari en nokkru sinni fyrr. Kollurinn á mér svona rétt aðbyrja að snúast. Maðurinn er félagsvera, hann ætti að geta notið þess að auka styrk sinn sem slík. Aldrei áður hef ég velt fyrir mér hvað býr á bak við hvert pólitískt loforð. Eitt af litlu dæmunum sem ég velti fyrir mér.....

Frítt í strætó fyrir aldraða, öryrkja, börn, unglinga og nema! Hvað býr á bak við þetta loforð. Er það það að þessir hópar hafa lítið á milli handanna og loforðið er því að það verður léttara að lifa? Eða er það að því fleiri sem velja að nota strætó því færri bílar á götunum, því auðveldara að halda áætlun, því færri umferðarslys, minni mengun af upptættu malbiki og útblæstri bíla? Eða liggur ef til vill ekkert sérstakt á bak við loforðið? Ef til vill bara beita?

Hefi ég haft aðgang að umfjöllun um það sem á bak við loforðin liggur þá myndi ég hafa varið tíma mínum í að lesa hana. Ef einhver sem þetta les veit um slíka umfjöllun frá þeim sem á bak við loforðin standa þá væri ég þakklát að fá ábendingu.

Já hver eru gildi lífsins og eiga þau gildi erindi inn í íslenska pólitík bæði sveitastjórna- og landspólitík?

 


mbl.is Hafin er leit að fólki sem kann að vera á lífi eftir jarðskjálftann á Jövu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband