Leita í fréttum mbl.is

Drykkur djöfulsins eða heilsusamlegur vinur?

Espresso, macchiato, latte, cappuccino er svo gott kaffi að það hlýtur að vera vont fyrir heilsuna þína. Kaffidrykkja er siður sem er þúsundir ára gamall. Fyrsta kæran frá 1911 var frá bandaríska ríkinu og fjallaði hún um slæm heilsufarsleg áhrif koffíns. Ríkið kærði kókakóla fyrirtækið vegna þess koffíns sem var í coca cola drykknum. En þetta var bara byrjunin þúsundir mála fylgu í kjölfarið segir James Coughlin sjáfstæður eiturefnafræðingur. Óhollusta kaffis hefur verið tengd við nánast alla sjúkdóma sem maðurinn þekkir!

En nú er öldin önnur bæði samkvæmt rannsókn norskra næringafræðinga sá mbl.is og James Coughlin sjá New Scientist 2005, september, Demon Drink, Vol 187, No2518 og mun ég nú mér til mikillar ánægju telja upp þá heilsubætandi þætti sem gott kaffi ( lagað við góðan þrýsting í ítalskri kaffivél og helst á Kaffitári í Þjóðminjasafninu ;) ekki fleiri en 3 til 5 bollar á dag hefur á heilsuna.

Það kemur sem sagt í veg fyrir kransæðasjúkdóma, gigt, ýmsar bólgur, dregur úr líkum á krabbameini í endaþarmi og lifur, Parkinsonsveiki, kaffið getur tafið Alzheimer, lifrarskaða vegna óhófrar áfengisneyslu ofl.

Hvernig væri nú að skella í sig einum konunglegum kaffibolla og hafa áhyggjur af einvherju öðru en hve skaðlegt það er fyrir þig? Það er að segja ef að þú getur haft áhyggjur af einhverju öðru kaffi er nefnilega milt anti-depressant (geðdeyfðarlyf) :-)

Ég get nú bara ekki hamið mig ég held að ég verði nú að fara og fá mér einn vænan bolla af macchiato !


mbl.is Kaffisopinn er heilnæmur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvad med kok sopann!!!
Magga

Magga (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 20:20

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Koffínið í kókinu er greinilega af hinu góða en spurning með restina af blöndunni;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.5.2006 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 71768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband