28.1.2007 | 11:20
The Amish people og maðurinn minn
Í gær var þorrablót ársins. Það er skömm frá að segja en ég hef ekki borðað almennilegan þorramat síðastliðin 13 ár eða síðan ég flutti frá Vopnafirði. Þá fór ég alltaf á þorrablót og var það hin besta skemmtun. Húmor mannsins í hávegum hafður með hákarli og fleira góðgæti.
Í gær tókum við hjónin þátt í fjölskyldu Þorrablóti (ætt tengdamömmu) Um miðjan daginn í gær fékk ég þær fregnir að það væri hattaþema úbs!!!! Ég á ekki einn einast hatt. Maðurinn minn var heppinn hann gat fengið lánaðan hatt hjá pabba sínum en fyrir mig voru góð ráð dýr.
Ég ætlaði nú ekki að fara að rjúka í að kaupa mér hatt til að nota einu sinni. Þannig að ég ákvað að breyta hárinu á mér með hjálp einnar eða fleiri slæða í hatt. Það voru auðvitað hin mestu mistök að taka ekki mynd af herlegheitunum en það fattaði ég að sjálfsögðu ekki.
Við hjónin vorum nú ekki í samstæðum pælingum þannig að þetta varð nú svolítið skoplegt þegar á heildina er litið. Hann mætti í flottum svörtum fötum prúðbúinn og fínn og fékk svo lánaðan svartan hatt sem gaf honum look Amish fólksins eða rétttrúnaðarkirkjunnar hehe ekki alveg besta lýsing á manninum mínu m en allir voru sammála um þetta. Síðan kom ég kona þessa virðulega manns eins og drauamdís klippt út úr ævintýri með himinbláan undrahatt umvafðan fléttum og slör lafandi niður á aðra öxlina og seyðandi topp og gallabuxum svo ég tali nú ekki um flottu ljósbláu leðurstígvélin mín.
Já ætli við höfum ekki verið ósamstæðasta parið á svæðinu hóst hóst *****
Þetta var annars hin besta skemmtun. Frábært að upplifa þorrablótsstemmninguna á ný.Hákarlinn var fínn með klakaköldu brennivíninu og það eina sem vantaði var annállinn ;)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur, Skondnar uppákomur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Ekki vantar þig hugarflug og húmor. Það hefði verið gaman að sjá mynd af þessu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.1.2007 kl. 12:25
Hahaha.. ég hefði nú getað lánað þér Sykurmolakórónuna mína
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.1.2007 kl. 12:29
Hahaha já ég fíla svona uppákomur vel og Fanney þegar ég las bloggið þitt í morgun og barði augum sykurmolakórónuna þína þá fattaði ég hvað það hefði nú verið sniðugt að taka mynd af "draumadísinn" hehe
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.1.2007 kl. 12:47
Kvitt, hefði viljað sjá mynd af því.
Birna M, 28.1.2007 kl. 13:01
Ég tek undir með hinum, það hefði sko verið rosalega gaman að sjá mynd af fína fína hattinum þínum
Kolla, 28.1.2007 kl. 14:26
Ahahah frábær lýsing mmmmm langar í hákarl
Sigrún Friðriksdóttir, 29.1.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.