Leita í fréttum mbl.is

What The Bleep Do We Know?

Hefurðu séð myndina? Ég hef séð viðtöl við sérfræðinga á ólíkum sviðum sem eru að fjalla um efni myndarinnar. Einhver sagði mér um daginn að þessi mynd væri til á Íslandi en ég hef ekki fundið út hvar hún fæst.

Umfjöllunarefni hennar er efni sem vísindi og trúarbrögð hafa fjallað um, veröldin og maðurinn sem í henni lifir.

Gaman væri að heyra frá þér ef að þú hefur séð myndina og ekki síst ef að þú manst eftir einhverjum ákveðnum punktum í henni. Ég hef heyrt að hún sé "mindshaking" ;)  Ef þig langar að kíkja á heimasíðu tengda efninu þá er hún hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er til á einhverjum videóleigum en líka inn á VOD hjá Skjánum ef þú ert með það.

Helga (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 14:19

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Ég sá þessa mynd snemma í vor eftir að hafa heyrt um hana, og fann hana á Bónusvideó í Mjóddinni. Þetta er stórkostleg mynd, þar sem leikræn atriði og heimildarmyndagerð renna saman í eitt svo úr verður athyglisverð útkoma.Ég hef heyrt að sumum finnist hún ruglinsleg, sem ég get svo´sum tekið undir en það þýðir að þú verður að horfa með 100% athygli. Ég get sagt frá einum punkti,það er fróðleikurinn um vatnið! en ég vill ekkert segja! því að ég hvet þig til að sjá þessa mynd ef þú hefur gaman af myndum sem hrista það mikið upp í manni, að maður vill helst horfa aftur og aftur!

Helgi Kristinn Jakobsson, 28.6.2006 kl. 19:56

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta var svo sem þokkalega skondið grey, þessi mynd. Gáfuleg fyrir ameríkana, frekar einföld fyrir aðra, held ég.

Villi Asgeirsson, 28.6.2006 kl. 20:48

4 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

"Gáfuleg fyrir ameríkana, frekar einföld fyrir aðra," ??? hvað þýðir það? af hverju gáfuleg fyrir ameríkana?? þú sem tilvonandi kvikmyndagerðmaður hlýtur að geta komið með betri krítik en þetta!

Helgi Kristinn Jakobsson, 28.6.2006 kl. 21:14

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Átti ekki að vera krítík sem slík. Mér fannst myndin koma með góða punkta en vera svo allt of mikið í að einfalda og mata þá ofan í áhorfandann. Annars sá ég hana fyrir einhverjum mánuðum og man ekki nógu vel eftir smáatriðum til að fara mikið dýpra. Þetta með Ameríkanana var stereotýpa af verstu gerð.

Villi Asgeirsson, 28.6.2006 kl. 21:20

6 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Ok.....það er nú kannski það skemmtilega við þessa mynd að það er hægt að skilja það sem er verið að ræða um, þú kannski manst ekki umræðuna um “the rabbit hole” í myndinni en það er ekki á hverjum degi sem maður er að spá og spekúlera í því og ekki það einfaldasta sem maður pælir í nema fyrir eðlisfræðinga, stærðfræðinga sem hafa doktorspróf, ég er nú bara venjulegur sölu og markaðsfulltrúi en hef samt gaman að spá í þessa hluti ps. Vill benda þér á að sjá myndina Donnie Darko ef þú ert ekki þegar búinn að sjá hana.

Helgi Kristinn Jakobsson, 28.6.2006 kl. 21:42

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir ábendingarnar ég hlakka til að sjá hana, eins gott að hún sé þokkalega matreidd því að ég hef nánast engan eðlisfræðigrunn en hef mikinn áhuga á krefjandi og "mind shaking" myndum. Ætli það séu ekki leifar frá unglingsárunum að sjá hvað maður þolir hahahahaha

En Helgi um hvað er Donnie Darko?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.6.2006 kl. 07:32

8 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Þetta er vísindaskáldsaga af bestu gerð og hefur ekki farið mikið fyrir henni, en er um strák sem vaknar upp einn daginn og er allt í einu farinn að tala við stóra kanínu! hljómar kannski kjánalega en ég mæli með henni!

Helgi Kristinn Jakobsson, 29.6.2006 kl. 12:15

9 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já hvort ég dríf mig nú ekki í að horfa á hana. Hahahaha já rétt er það að þetta hljómar eins og Lísa í Undralandi en ég ætla að slá til, svo sjáum við hvernig mér líst á;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.6.2006 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband