Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Mikið er nú gaman að því að spá í hvernig við erum.

Tíminn þýtur áfram á ógnarhraða. Allt virðist gerast á sama tíma. Eftir að ég byrjaði í meistaranáminu hef ég ekki haft tíma til þess að spá í hvernig ég vilji nú nálgast þetta allt saman. Ég hef bara gengið í þau verk sem eru mest aðkallandi.

Það er nú svolítið skondið hvernig maðurinn er (ég gef meér auðvitað það að ég sé eins og fólk er flest hehe). Alveg frá því að eldsta barnið mitt hóf skólagöngu þá hef ég þuft 2 til 3 vikur til þess að komast í gang á haustin.

Núna leist mér ekki á blikuna þegar ég hugsaði til  þess. Ég reiknaði með að námið hjá mér myndi byrja 1. sept samkvæmt stundatöflu. En annað kom síðan í ljós. Fyrsti lotukúrsinn mun standa yfir í september og mættum við nemendur á undirbuningsfund síðustu vikuna í ágúst. Mér bauðst að taka að mér fyrirlestur í fyrstu vikunni en frammistaða í honum gildir 35% af heildareinkunn. Ég sló til. Sama dag var 1. prófið úr 12 fyrstu köflum námsefnis.

Ég var ef til vill aðeins of bjartsýn en ég átti eftir að ljúka 2 vöktum á Lansanum á laugardag og sunnudag. Það var nú ekki laust við að ég lenti í smá frústrasjón yfir þessu þar sem mig vantaði að sjálfsögðu 2 vikur til viðbótar til þess að komast í námsgírinn!

Stóri fimmtudagurinn nálgaðist óðfluga og enn átti ég talsvert eftir í undirbúningi. Það var kominn þriðjudagur og streitan vaxandi, svefntími minnkandi og þar að auki var ég komin með facebook-fráhvörf. Svogerðist það á miðvikudaginn að ég hrökk skyndilega í gírinn! Bara eins og gamall lúinn bíll sem er látinn renna í gang og stendur sig síðan bara með hinum mest sóma :)

Ég flutti þennan 55-60 mínútna fyrirlestur minn klukkan 09:10 í gærmorgun. Allt fór að óskum en það frábærast við þetta allt saman er að í ár þurfit ég bara 1 viku til þess að komast í gang. Sannarlega átti ég ekki von á því.

 

 

 


Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband