Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Ekki fór það nú svo vel að ég slyppi

Ég var svo ofurbjartsýn rétt fyrir jólin að í ár myndi ég sleppa alveg við að verða veik um jólin. Það hefur verið fastur liður hjá mér eða þannig undanfarin einhver ár hehe. En ég slapp ekki aldeilis. Hafðbundin hálsbólga kveðf, hósti og eyrnaverkur með hita og tilheyrandi sem reyndar byrjaði 19. des og hélt ég myndi bara klára mig frá fyrir jólin.

Ég er nú samt búin að hafa það rosalega gott með fjölskyldunni bæði hér heima og hjá tengdafólki mínu. Nú er ég loksins að verða alveg hress mig vantar svona einn til tvo daga :) Það lítur því út fyrir að áramótin verði með hraustlegra móti í ár og ég full af orku til að kveðja gamla árið og heilsa því nýja.

Þetta minnir mig á gamlar pælingar um áramót og áramótaheit sem ég hef stundum kastað fram af miklum krafti. Það var nú þannig hér á árum áður að ég og mitt fólk kvöddum árið með pomp og prakt og svo voru menn og konur þreytt á fyrsta degi nýja ársins. Dag einn fyrir nokkrum árum síðan ákvað ég að breyta þessu og leggja meiri áherslu á að fagna nýju ári heldur en að losa mig við það gamla hehe.

Nýjársdagur er því ákaflega eftirsóknarverður dagur, dagurinn þegar línurnar eru lagðar fyrir næstu 364 dagana ;) Þetta er nú annars bara til gamans gert og svona rétt til að minna okkur á  hversu vanabundin við erum....same old............ same old.....


Pabbi og bróðir hans lifðu Spænsku veikina af

pabbi_fermingarmynd_minnkud.jpg

Þegar ég las fréttina um hina skæðu Spænsku veiki þá rifjaðist upp fyrir mér það sem mamma hafði sagt mér. Pabbi var fæddur 1918 og Dóri bróðir hans var yngri. Þeir fengu báðir spænsku veikina og var vart hugað líf, pabbi þá árs gamall og Dóri bara kornabarn. Þetta er fermingarmynd af pabba og er hann klæddur í fyrstu fötin sem hann vann sjálfur fyrir :)

Hugur minn leitar til þess hve dýrmætt hvert mannslíf er. Það að pabbi lifði af varð síðar til þess að ég og fjögur systkini mín urðum til og síðan öll börnin okkar 14 o. s.frv. Í hverjum einstakling býr neisti, einstök hugsun og óendanlegir möguleikar.

Það er því mikilvægt að minna hvern og einn á hve miklu máli hver einstaklingur skiptir og að engir tveir hugsa alveg eins! áþessum tímamótum leitar hugur minn til fortíðarinnar með þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn svo að mitt líf gæti orðið til. ég fyllist þakklæti til allra þeirra sem að gætt hafa líf mitt ljósi, hlýju í hjarta og fengið fram bros eða hlátrasköll frá mér.

ég þakk alíka fyrir alla þá sem snert hafa við annars konar tilfinningum hjá mér. Tilfinningum sem hafa sagt mér eitt og annað um sjálfa mig og orðið hjálp á leið minni til aukins þroska. Lífið er sannarlegar einstakt og manneskjurnar sem snerta líf hvers einstakastar :)

Gleðileg Jól vinir og vandamenn InLove


mbl.is Annar inflúensufaraldur á borð við spænsku veikina gæti dregið 81 milljón manna til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski ég verði bara ekki veik þessi jólin ;)

Þannig hefur það hins vegar verið undanfarin einhver ár að á um það bil jóladag hef ég fyllst af einhverjum kverkaskít. ég var farin að halda að ég hefði bara ofnæmi fyrir jólatrénu eða .... en þegar ég vaknaði í gærmorgun fann ég að eitthvað var í uppsiglinug í hálsinum á mér og jabb jólapestin komin og í fyrra fallinu. 

Ég er nú ekkert rosalega fúl ...bara smá. Það hefði verið hræðilegt að vera hundveik á aðfangadag ( þar sem ég tel mig þokkalega ómissandi í eldamennskunni ;)) eða í síðasta prófinu, þurfa að ýta þ´vi á undan sér alveg fram í ágúst. Nei ég skreið bara undir sæng eftir eitt koníaksglas og vaknaði mun hressari í morgun :)

Þetta minnti mig hins vegar á undanfarin ár og setninguna sem tengdamamma sagði við mig hér fyrir um það bil viku síðan þegar við vorum að ræða um það að við hjónin myndum borða með þeim á jóladag og mæta í allsherjar jólaboðið á annan í jólum. " Verður þú þá ekki veik þessi jól" Ég svaraði sperrt og góð með mig að nú ætlaði ég ekki að slaka neitt á, sleppa því að hvíla mig og þá yrði ég sjálfsagt ekkert veik...hum?

Mig grunar nefnilega að veikindi mín undan farin ár hafi verið vegna allt of mikillar vinnun í desember og þrátt fyrir að nú sé ég ekki að vinna þá er jú heilmikil vinna að vera í háskólanámi. En allt kom fyrir ekki. Hugsunin sem ég gæli við þessa stundina er sú að ég verði bara búin með pestina þegar jólin koma Whistling

Það er ekki skynsamlegt eða lýsir mikilli umhyggju fyrir náunganum að mæta veikur í jólaboð lalalalalaaaaaa

Þannig að kæru vinir og aðrir vegfarendur, snarið nú fram úr ermum ykkar töfradrykkjum og annarri hollustu sem drepur sem fyrst slíkar umgangspestir sem andþrengsli, hálsbólga, eyrnaverkur, hósti og kvef er.

En út með vælið og inn með jólagleðina. Nú stefni ég niður á næstu hæð, leyfi jólalögunum að peppa mig upp og held áfram að koma jólunum í húsið...... þetta er nú allt á réttri leið, kalkúnninn var keyptur í rokinu í gær og bíður þess að verða stöffaður og stungið í ofninn :) 


Man einhver eftir svona veðri í desember?

Þá er ég komin í gang, búin að kúpla yfir í heimilisgírinn og farin að lesa fréttirnar ;) Það er vægast sagt einkennilegt að taka aftur þátt í hinu gamla hefðbundna lífi sem ég lifði í morg ár, vægast sagt skrítið! Ég var að renna yfir fréttir síðustu daga og ég man nú ekki hve margar þær vour sem fjölluðu um veðrið :)

Ég varð eitt stórt spurningarmerki hum hefur eitthvað verið að veðrinu????? Ekkert smá sem ég hef verið niðursokkin síðustu vikurnar enda fór ég stundum ekkert út í eina 5 daga  eða svo. Ég hef líka hugsað um það hvað ég er rik að eiga fjölskylduna mína og tengdaforeldrana. Allt þetta fólk á sinn þátt í því hvað ég gat lesið mikið, einangrað mig frá umheiminum :) umborðið mig og skapað mér tækifæri til þess að geta  fyllt heilabörkinn af þeim upplýsingum sem ég síðan þurfti að koma frá mér á prófblaði. Þakklæti og þakklæti er mér efst í huga.

En ég var svo hissa þegar ég las fréttirnar af öllu þessu vatnsveðri, jújú það hefur líka verið hvasssst í garðinum heima hjá mér og ég hef þurft að nota vinnukonurnar þegar ég er að keyra bílinn en að ööðru leyti þá fór veðrið bara fram hjá mér :)

Ég man þó ekki eftir veðri eins og því sem ég les um í fréttunum hvorki hér í Reykjavík í september né á Vopnafirði þegar ég bjó þar. Á Vopnafirði kom það þó fyrir að hitinn færi í 15 stig í janúar en ég man ekki eftir svona vatnsveðri á þessum árstíma síðan ég fæddist????

Nú ætla ég að halda áfram að koma jólunum í húsið mitt en hingað inn ætla ég að kíkja í pásunum mínum og lesa blogg vina minna hér sem mér þykir nú bara orðið vænt um :) 


mbl.is Vegfarendur varaðir við vatnavöxtum víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeyjjj prófin búin og jólin að koma

Það er líklegast kominn tími á mig að skrifa nokkrar línur. ég var sem sagt í síðasta prófinu í morgun og nú er bara að undirbúa jólin. Ég ætti nú að fara létt með það alla vegna ef ég eyði jafnmörgum klukkutímum á sólarhring í þann undirbúning eins og í undirbúninginn fyrir prófin.

Í dag er nú enginn æsingur í mér en það er eins gott að enginn sé að þvælast fyrir mér í fyrramálið hohohohó. Nú et ég líka lesið fréttirnar og bloggin og og og ....

Já það er ekkert smá svigrúm sem skapast þegar síðasta prófið er afstaðið.  Bara endalaus tími. Það er eins gott að ég er búin að slíta barnsskónum því annars myndi óþolinmæðin eftir jólunum alveg ná tökum á mér. En ég hef nú þroskast ögn og gæti alveg frestað þeim svona um 5 daga eða svo :)

Strákarnir eru greinilega orðnir spenntir eða óþreyjufullir eða hvað var þetta annars kallað? Tja ég held að þeir hlakki bara aðeins of mikið til jólanna. Þegar ég hugsa um jólin þá kemur friður, gleði og kærleikur upp í huga mér. Ég held að þeim þáttum sé samt mjög misskipt á meðal manna eins og svo margt annað. En sannarlega óksa ég öllum þess að upplifa eitthvað af þeim þáttum. 


Rafael í Húsbandinu algjört nammi og öll spenna horfin

Þvílíkt konfekt. Tónleikarnir, tíminn og peningarnir voru þess virði jafnvel þegar aðeins er talað um Rafael (ég held að hann spili á bassa) Hann er einn af þessum einstöku tónlistarmönnum sem hverfa inn í tóninn sem þeir eru að framkalla. 

Ég fékk gæsahúð og fyrir mig þá stal hann algjörlega senunni!!!!! Það skemmdi nú ekki fyrir mér að hann kom að grindinni þar sem ég var í næstfremstu röð og tókk þéttingsfast í hönd mína og brosti eins og lítill strákur. Ef til vill hafði hann lúmskt gaman af þvi að sjá svona ellismell eins og mig era að njóta min á rókktonleikum hehe   hóst hóst *********

Toby kom líka og heilsaði mér en hann hafði ekki þessa einlægni sem geislanði af Rafael. Ég lærði eitt og annað um mannlegt eðli og alls konar pælingar í gangi hjá mér ;) Toby og Rafael voru mínir menn allt kvöldið. Magna var sjálfum sér líkur og hlaut mikið lof bæði frá Húsbandinu en þeir sögðu að hann hefði alltaf verið í uppáhaldi hjá þeim ( rosa gott að vinna með honum) og ég sannarlega trúi því. Strákurinn okkar er vel liðinn af þeim öllum!

Ég vissi ekki fyrr en í morgun að WStorm hafði verið hálflasin með hita ofl. en hún var sjálfri sér lík og glæsileikinn skein af henni jafnvel þegar hún pönkaðist upp í flotta dressinu sínu með þá fríkuðustu hárgreiðslu sem ég hef augum litið.

Josh er góður söngvari en betri á plötu en á sviði. ég var orðin hálf leið á honum. Það er einhvernveginn öðruvísi að lifa sig inn í meðal eða villta tónlist í stæði heldur en að hlusta á róleg lög. Það var líka gaman að upplifa muninn á sjónvarpsþáttunum "rock star supernova" og tónleikunum og finna það sjálfur hver er betri í myndavelinni og hver á sviðinu.

Toby á vinninginn hjá mér hann syngur ágætleg en umfram allt er maður fólksins og er laginn við að tengjastþví á milli laga (nema að handarbandið og brosið hafði brætt mig alveg) we will never know. Hum hum mér fannst nefnilega þeir tveir belstir sem komu og tóku þéttingsfast og taktu eftir því Þéttingsfast í hendina mína. 

Ég varð ung aftur og áttaði mig á því að ég hafði mest pláss þegar ég hoppaði með öllum strákunum sem voru allt í kringum mig. Þegar við hoppuðum öll í takt þá var gott loftstreymi og einhvern veginn nóg pláss  hahahahaha þannig að ég hoppaði bara eins og hinir og var svo farin að kvíða harðsperrum morgundagsins strax á leiðinni heim í bílnum.

Í dag er ég spræk og hress. Himinsæl yfir að hafa tekið þá ákvörðun að fara frekar á tónleikana heldur en að byrja próflesturinn.  Nú er ég byrjuð tölfræðin og taugasálfræðin eru á dagskrá hjá mér í dag og ég hlakka til að takast á við námsefnið svona líka spennulaus eftir öll öskri, sönginn og hoppið í gærkvöldi.

Mér var líka hugsað til margra hér á blogginu frá því í sumar. Sigrúnu Sæmunds hitti ég snöggvast og hefði viljað geta spjallað við, en vonandi hittumst við í náinni framtíð. Allra þeirra sem heimsóktu síðuna mína en mest þó  Fanneyju (sem er algjör Stormari), Siggu, Biddu, Kela, Birgittu, Jórunni, Ester, Jóhönnu og Dömuna svo einhverjir séu nefndir 

Ég elska allt og alla og held að það hafi bara ekki gerst áður í upphafi próflesturs!!!!!!! 


Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband