Leita í fréttum mbl.is

Gott að hann var ekki skelfingu lostinn

Steggja og gæsapartý fara stundum yfir strikið og úr því verður eitthvert slys sem enginn sá fyrir. Mér fannst fyndnast við fréttina að fjöldi björgunarmanna í lofti og landi væru að bjarga verðandi brúðguma sem flaut í flotgallanum hinn rólegasti og vissi ekki einu sinni að hann væri í hættu staddur ;)

Þetta minnir mig á eit sumarfríið með fjölskyldunni. Við fórum saman mamma, ég maðurinn minn og börnina okkar þrjú. Þau tvö elstu voru þá 15 og 12 ára. Einn daginn fórum við með rútu í tívólí. Þarna voru tugir þúsunda manna og við sem bjuggum í 700 manna þorpi á Íslandi.

Allt gekk að óskum þar til að við týndum eldri krökkunum. Ég rauk þá af stað og leitaði en allt kom fyrir ekki. Allt í einu sá ég hátalarakerfi í garðinum þannig að ég leitaði næst að einhverjum sem gæti leyft mér að kalla á þau í gegnum kerfið. Þetta var hið mesta mál. Ekki mátti nota kallkerfið nema í einhvrjum alveg sérstökum tilvikum og þetta var ekki eitt af þeim. Ég man enn hvað ég var taugveikluð yfir því að hafa týnt börnunum mínum. 

Krakkarnir skiluðu sér síðan sjálfir og í þessum stóra tívolígarði þá hittumst við á torginu við innganginn. Þau voru hin glöðustu búin að fara og prófa einhver tæki og draugahús og fleira sem boðið var upp á. Mikið var ég nú fegin að sjá þau aftur og hafði nú einvher orð um það. Hahahahaha

Þá horfðu þau hissa á mig og sonur minn þessi 11 ára sagði "já en mamma við vorum aldrei týnd, við vissum alltaf hvar við vorum....hum" hahahahahaha

gaman þegar svona minningar rifjast upp við það eitt að lesa fréttaskot ;) 

 


mbl.is Brúðgumi á floti úti á firði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband