Leita í fréttum mbl.is

Lífstíllinn ætti nú betur við bankareikninginn okkar heldur en líkamann!

Skyndibitafæðinu hefur aðallega verið kennt um offituvandann ásamt minnkandi hreyfingu. Sem sagt orkuríkt færði orkusparandi lífstíll ( tölvan, dvd-ið, góð samgöngutæki, lyftur góðir hægindastólar sem erfitt er að standa upp úr ;)) þessi lífstíll ætti frekar að eiga við um bankareikninga okkar en líkamann. Við leggjum inn og leggjum inn og tökum lítið út og líkaminn stækkar og stækkar ;)

 Ég man einnig eftir að hafa lesið um að minni svefn sé í raun fitandi. Þetta á samt ekki við um alla. ég þekki mjög granna einstaklinga sem sofa lítið að jafnaði og feitlagna einstaklinga sem sofa mikið að jafnaði, þannig að sjálfsagt er ekki um einn stakan orsakavald að ræða heldur tvo eða fleiri.

Ég hvet þig til að lesa fréttina á mbl.is en þar eru nokkrir Þættir nefndir. Það sem ég er hissa á er að ekki er Candida sveppurinn nefndur en mig grunar nú samt að hann sé mikill skaðvaldur. Það var hér um árið að mikið var skrifað um þennan svepp svonas eins og það væri tískubóla, svo hefur minna borið á umfjöllun um hann.

Ég hef verið mest alla ævi í kjörþyngd eða undir henni og brenndi of miklu þegar ég var 10-12 ára. Mamma og pabbi voru þá skilin og mamma flutti með okkur krakkana í nýtt hverfi. Ég missti því alla mína vini, fór í nýjan skóla og átti strembið ár framundan. Án þess að ég viti neitt um það en mig grunar nú samt að tilfinningalíðan spili einnig inn í neysluvenjur.

Eftir að ég átti síðasta barnið mitt sem er 8 ára í dag þá seig á ógæfuhliðina ég fór að leggja inn í líkamsbankann ,) Fyrir ári síðan fór ég til Matthildar Þorláksdóttur sem er heilprakter og notar einhvers konar mælitæki sem er tölvutengt og mælir meðal annars hvort gersveppurinn er til vandræða. Ég mældist með mikinn svepp. Ég var samt hissa því að ekki hafði ég nein ytri einkenni sem fylgja honum. Kviðarholið var hins vegar þanið og ég borðaði alls ekki mikið. Ég var búin að vera grænmetisæta + kjúklingur og fiskur í tvö ár. Margir héldu að ég myndi leggja af við það en svo var ekki ég hélt bara áfram að stækka.

Til að gera langa sögu stutta þá gerði ég allt sem ég gat til þess að fylgja eftir ráðleggingum hennar um breytt mataræði sem átti að stuðla að því að drepa sveppinn nánast niður. Eftir því sem mér skilst þá er hann til staðar hjá okkur öllum en við ákveðin skilyrði þá vex hann og yfirtekur góða gerlagróðurinn í smáþörmunum og heldur síðan áfram að blása út eins og svampur sem settur er í vatn.

Ger, sykur, sveppir og sterkja (kartöfflur, pasta) eru kjörin fæða fyrir hann og skapa þær aðstæður í innyflum sem hann vex vel við. Mér tókst að fylgja leiðbeiningum hennar í 6 vikur en svo gafst ég upp og fann ekki mikla breytingu.

Núna tæpu ári síðar keypti ég mér candida kit í heilsuhúsinu en það eru hylki með jurtablöndu sem vinnur gegn sveppnum og síðan hylki sem auka góðu gerlana. Það var tekið fram á umbúðunum að forðast áðurnefndar vörur ger, sykur... til þess að ná sem bestum árangri.

Mér þótti nú slæmt að geta ekki fengið mér rauðvínsglas en allur sykur út og allt ger út og ég held að það tvennt sé það allra allra versta sem maður setur í sig ef þetta ástand er til staðar.  Eftir þrjár vikur á miklu grænmetis og prótínfæði fann ég mun. Kviðarholið bara hjaðnaði niður og hélt því áfram. Ég var aldrei svöng en fann þó að einbeiting var ekki eins góð og venjulega. 

Ég veit ekki hvert samhengið er og á eftir að sjá hvað gerist eftir að ég hætti að taka inn töflurnar sem auka góða gerlagróðurinn. En það hafur ekkert annað breyst í lífi mínu, ég er ekki í meiri hreyfingu og borða mig alveg sadda, það sem ég borðaði minnst af voru kolvetni að undanskildum þeim sem voru í hýðishrísgrjónum, spelthrökkbrauði (án gers og sykurs). Mig grunar nú að hér á bak við liggi blanda af áhrifaþáttum en veit ekki hverjir það eru.

Það sem kom mér mest á óvart og var ástæðan að ég vildi blogga út frá þessari frétt var hin mikla þörf að troða sykri allar mögulegr vörur. Það eru til svo margar tegundir af kryddum að ég skil þetta bara ekki. Ég held líka að neytendur sé almennt ekki að lesa innihaldslýsingu allra þeirra vara sem þeir kaupa. 

Ég keypti til dæmis reyktan lax frá fyrirtæki á Akranesi. Þessi lax var verulega góður og sá ég hann sem góðan valkost ofan á spelt kexið mitt í staðinn fyrir osta sem ég hafði áður notað. Ég var búin að borða nánast eitt skykki ( 1/2 flak af meðalstórum lax) þegar ég einhverra hluta vegna fór að lesa innihaldslýsinguna (sennilega verið búin að lesa fréttablaðið og vantað eitthvað meira að lesa).

Innihald: lax, salt og sykur.......... þar fór það , er ekki verið að troða sykri í lax!!!!! ég varð auðvitað reið og svekkt því að ég sá á eftir laxinum sem áleggi. Ég hef nú verið að dreifa þessum upplýsingum til allra sem vilja heyra þær. Reyktur lax er bara fínn án sykurs. Ég kaupi ekki meiri lax frá þeim.

Sömu sögu má segja um Mjólkursamsöluna, það er sykur í nánast öllu. Sykur gerir mat bragðgóðan en getur skapað heilsuvanda hjá fólki síðar á ævinni. Þar að auki húkkast fólk á sykurbragðið. Það er góður sykur í ávöxtum og mun betri leið til þess að bæta bragð en að nota hvíta sykurinn. 

Ég varð nú harðari í því að lesa innihaldslýsignar og komst að því að það er bara erfitt að kaupa tilbúna vöru sem ekki inniheldur ger eða sykur. En þetta tókst og ég þarf að fara í búð og kaupa mér minni föt því að gamla mittið mitt er að koma aftur til baka eftir nokkurra ára fjarveru ;) 

 


mbl.is Nýjar kenningar um offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, það er alveg með ólíkindum hvað sykri er troðið í margar gerðir matvæla.

Ekki kannski alveg að ástæðulausu að margir tala um "sykurmafíuna".

Steinn E. Sigurðarson, 28.6.2006 kl. 10:31

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já einmitt Steinn,ég var svo hneiksluð yfir þessu með laxinn að það tók mig einhverja klukkutíma (sem náðu yfir nokkra daga) að komast yfir það og gott ef það leynist ekki enn smáhneikslun í mér. Hrikalegt að þurfa að lesa innihaldslýsingar á matvælum eins og reyktum laxi!!!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.6.2006 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 71570

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband