Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Er rétt að ljóshært fólk sé með lægri greindarvísitölu en aðrir?

Skemmtileg spurning sem ég rakst á á vísindavefnum.

Miðað við alla ljóskubrandarana þá er ég mest hissa á því hvað margar konur og jafnvel karlar eru tilbúin til að lita hár sitt ljóst þar sem að það gæti ef til vill haft áhrif á launakjör.

samkvæmt því sem ég var að lesa þá virðist vera að lágvaxnar ljóshærðar konur fái lægri launa en dökkhærðar eða rauðhærðar og hávaxnari.

Þá er ekkert annað en að kaupa sér háralit og æfa sig í að ganga á hærri hælum áður en sótt er um næsta starf hehe 


Já einmitt ég er enn á lífi!

Það er allt á fullu. Nú fara ALLAR aukastundirnar í pælingar tengdar BA ritgerðinni sem er hið besta mál. Mættu auðvitað vera fleiri aukastundir. Svo fékk ég nett í magann. Bæði var það nú einhver pest sem herjaði á mig en svo tók nú ekki betra við. Ég fór að skoða umsóknareyðublaðið fyrir framhaldsnámið og fékk þá nýjar pílur í magann.

Ég er að ljúka 3ja árinu í sálfræðináminu og þessi tími hefur bara flogið áfram. Allt í einu stend ég fyrir framan stóra ákvörðun. Það hefði nú líklegra verið skynsamlegra hjá mér að lesa umsóknarblöðin og leiðbeiningarnar tengdar þeim þegar  magapestin væri búin að kveðja mig.

Það er áhugavert að lesa um tengslin á milli hreyfingar og námsárangurs sérlega þegar tekið er tillit til þátta eins og þunglyndis, kvíða eða streitu. Um að gera fyrir alla sem geta stundað hreyfingu reglulega að gera það. Taka þá í lífshlaupinu og hafa almennt bætandi áhrif á líf sitt.

Þetta verður meira og meira spennandi eftir því sem ég les meira en hugmyndin er að liggja vel yfir efninu núna um helgina og kynna sér það sem aðrir hafa skoðað um þessi tengsl.

Ég kíki nú stundum snöggt í heimsóknir til bloggvina en hef ekki gefið mér tima til að kommenta. Næsta sumar verður svo fyrsta sumarið  mitt í 4 ár sem ég verð bara að vinna en ekki bæðu í námi og vinnu. Það hlýtur að vera spes eða hvað? Ef til vill fer ég þá að hamast meira á lyklaborðinu mínu og skilja einhver brot af mér eftir hér...... 

Síðustu árin hef ég einbeitt mér stíft að því að ná markmiði mínu og ljúka grunnnámi í sálfræði. Núna þegar ég er að ná því marki þá langar mig auðvitað að læra meira og vona það innilega að mér auðnist það.

En best að hætta að láta sig dreyma og snúa sér að raunveruleika lífsins að lesa....... 

 


Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband