Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

Nú var ég komin á skrið

Næsta skref var að skrá sig í 20 einingar á haustönninni strax í kjölfar sumarnámsins. 15 einingar voru tekar í fjarnámi en 5 í dagskólanum þar sem ekki var boðið upp á þær í fjarnáminu eða að mér þótti ég fá meira út úr því að hafa kennarann með mér, þetta var enskuáfangi og tölfræðiáfangi kenndur á exel. 

Það sló nú hraðar í mér hjartað þegar ég settist á skólabekkinn í dagskólanum með 17-18 ára unglingum. En ég rifjaði upp reynsluna mína þegar ég gekk inn ganginn í MA og ég hafði komist að því þar að þetta var eitthvað sem var hægt að lifa af ;)

Ég varð aldrei fyrir neinni neikvæðni eða fordómum. ef að einhver var haldin þeim þá bárust þeir mér ekki til eyrna. Ég féll fljótlega inn í hópinn hversu ótrúlegt sem það nú er og á góðar minningar úr FÁ bæði hvað varðar samnemendur og kennara.

Í upphaf annarinnar gerðust tveir atburðir sem reyndu á mig. Þeir gerðust sama dag 14. september. Gleðiatburðurinn var sá að ég var útskrifuð með pompi og prakt sem "giraffe midwife" eins og kennarinn min kallaði það. Ég fékk afhent diploma og var þetta hin ágætasta stund nema að móðir mín sem líka var ein af bestu vinkonum mínum dó um hádegisbil. Við höfðum alltaf verið mjög nánar. Hún varð orðin fullorðin kona 89 ára og hafði verið talsvert lasin síðasta árið sem hún lifði.

Æskuvinkona mín og skólasystir lést síðan 22. september og hitti ég hana 3 dögum áður en hún dó. Þetta tímabil tók talsvert á, en álag eykur getu mína frekar en að draga úr henni. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að einbeita mér og taka már ákveðinn tíma á dag ef með þyrfti til að syrgja.

Ég hef bæði stundað og kennt hugleiðsur og þær notaði ég til þess að byggja upp jafnvægi og innri ró. Áfram hélt skólinn og næg verkefni sem þurfti að leysa af hendi. Mér gekk vel með alla áfangana nema tölfræðina en þar gerði ég ekki meira en rétt að skríða. Um jólin var ég ánægð og stolt með árangur minn ;)

meira seinna... 


Athyglisverðar breytingar hjá ungu fólki

Ég var að koma heim af fyrirlestrinum.Leit hvað þið misstuð mörg af honum. Dr. J.J. Arnett vitnaði mikið í kenningar Eriks Erikssonar nánar um kenningar hans hér

Kenningar Eriks eru að mörgu leyti úr sér gengnar. Það er samt svo skemmtilegt með manneskjuna að ef hún hefur áhuga á efninu þá leggur hún sig ómeðvitað fram við að sjá hvað passar en ef hún er ekki fylgjandi efninu þá sér hún allt sem passar ekki.

Dr. Arnett hefur einbeitt sér að hegðun fólks á aldrinum 18 - 30ára. Hann hefur ekki gert rannsóknir þar sem Íslendingar hafa verið þátttakendur en USA og Danmörk ásamt ýmsu sem hann hefur skoðað í "litteratúrnum" hjá kollegum sínum. Nú sletti ég alveg á fullu ( skamm,skamm) , en ég er eiginlega enn að hugsa á ensku.

Nú skulum við sjá hvað ég man af aðalpunktunum, var ekki svo forsjál að hafa með mér glósubók eða fartölvuna. Ef að þú sem ert að lesa þetta varst á fyrirlestrinum og sérð hér eitthvað sem er ekki rétt eða eitthvað sem vantar endilega kommenta ;).

Í rannsóknum sínum spurði hann fólk m.a. að því hvað segði því til um að það væri orðið fullorðið (adult). Hér hafa orðið talsverðar viðhorfsbreytingar frá því ég var 1970 jafnvel síðar.

  1. Að taka ábyrgð á sjálfum sér, lífi sínu og gerðum
  2. að taka sjálfstæðar ákvarðanir
  3. að vera fjárhagslega sjálfstæður

Ekkert var minnst á að eiga þak yfir höfðuðið, flytja að heiman, fá framtíðarstarf, stofna fjölskyldu, gifta sig, en þetta voru allt þættir sem áður fyrr vru nefndir í tengslum við það að vera orðinn fullorðinn.

18-30 ára giftast síðar, ljúka námi síðar, eignast barn síðar og eru ekki að leita að lífstíðarstarfi fyrr en mun síðar.

Ég á nú eftir að melta þetta. Ég vissi að orðið höfðu breytingar og á því láni að fagna að umgangast jafnmikið ungt fólk sem jafnaldra. Ég á nú ef til vill eftir að bauna einhverjum spurningum um þetta efni þegar ég hitti rétta aldurshópinn, svo vinir og vandamenn veriði nú í viðbragðsstöðu. 


Vel að heiðrinum kominn

Minn maður Sean Connery ( vilja ekki allar konur eiga hann ,))
Stórkostlegur leikari og ekki skemmir nú að hann leikur oftast persónur
sem áhorfendur standa með. Svo er karlinn hinn mesti sjarmur og ekki
síst á efri árunum. Hann er eins og gæðavín sem batnar með aldrinum.
Til hamingju Sean
mbl.is Sean Connery heiðraður fyrir ævistarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi fyrirlestur

Ég hlakka mikið til að fara á fyrirlesturinn Að komast 
í fullorðinna manna tölu á 21. öldinni eða Ný og lengri
leið til fullorðinsára ( kannski kominn tími tilfyrir mig ;))
hjá Dr. Jeffrey J. Arnett rannsóknaprófessor við Clark 
University í Bandaríkjunum.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum rannsóknasetursins
"Lífshættir barna og ngmenna" við Félagsvísindastofnun 
Háskóla Íslands og uppeldis- og menntunarfræði við 
Félagsvísindadeild HÍ. Allir eru velkomnir á yrirlesturinn 
sem hefst kl. 12:15 í Odda, stofu 101 við Háskóla Íslands.

Um heim allan er skólaganga ungs fólks að lengjast, það
giftist síðar og er eldra þegar það eignast börn sín en 
fyrir 50 árum. Í fyrirlestri sínum greinir Dr. Arnett frá 
því að "nýtt aldurskeið" (18-29 ára) sem hann efnir á ensku 
"emerging adulthood" hafi þróast milli unglingsára og fyrri
hluta fullorðinsára. Hann skýrir hvers vegna þetta tímabil
hefur myndast em sérstakt æviskeið og leitar svara við spurningunum: 
Hvers vegna tekur að ungt fólk lengri tíma að "fullorðnast" 
og við hvað fæst það á þessum árum frá síðari hluta unglingsáranna
fram til þrítugs?

Dr. Arnett er rannsóknaprófessor við sálfræðideild Clark
University í Massachusettsríki í Bandaríkjunum. Skólaárið 
2005-2006 hefur hann verið Fulbright vísindamaður við 
Kaupmannahafnarháskóla. Fræðaáhugasvið hans er hvaðeina sem
viðkemur því að fullorðnast (aldurskeiðið 18-29 ára) og mun
hann vera fyrstur til að tefla fram hugtakinu "emerging adulthood".
Önnur áhugasvið eru fjölmiðlanotkun á unglingsárum, viðbrögð við
tókbaksauglýsingum og það sem hann kallar "the psychology of
globalization".


Nánari upplýsingar um dr. Arnett og rannsóknir hans hér
Fyrir nokkru síðan þá kynnti ég mér kenningar Eriks Eriksson 
um þroskaskeið mannsins og þótti ýmislegt þar áhugavert þó þær 
séu svolítið opnar. Ef þú ert forvitin/n þá geturðu lesið meira hér 

 

Einn þokkalega stoltur af sjálfum sér

Ég reyndi nú aðeins að lifa mig inn í heim Alexanders. Hum ég myndi kaupa mér eitt stykki þorp í Búlgaríu og skýra það Pálínu Ernu, mér hefur nú reyndar alltaf langað í Porce en nei ekki marga flotta bíla ........hugs, hugs, hugs.....

Ég kæmist ekki út því að ég gæti ekki ákveðið á hvaða bíl ég ætti að sporta mig á.  Nei ég myndi ekki ráða við þetta. Það væri nú fróðlegt að spjalla við gaurinn og sjá hvort hægt sé að ræða um eitthvað annað en hann sjálfan. Hver veit hann hefur ef til vill líka áhuga á öðru fólki til dæmis fátækum börnum í heiminum. það hefur vonandi gleymst að minnast á það... hver veit

Ég ræð ekki einu sinni að blogga um þetta ahahahahahahahahaha ég vona bara að maðurinn sé hamingjusamur og ánægður með lífið sitt. Hann ræður jú hvernig hann ver tíma sínum og fjármunum. 


mbl.is Mesti hégóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú get ég sofið róleg alla vegana þegar ég er í USA á bílnum mínum ;)

Aldrei hefði mér dottið í hug að Cadillac jeppinn væri vinsælasti bíllin til að stela og Fordinn sá sísti.

Ég hefði getið sofið róleg með gamla Volkswagen bílinn minn. Mér hefur fundist hann svo vinalegur og fallegur að ég hef varla sofið rótt síðan ég fékk hann. Sjálfsagt sér hann bara enginn. Það er svo einkennilegt að eftir að ég fékk hann þá hef ég séð svo marga Volkswagen bíla á götum borgarinnar sem ég hafði bara ekki séð fyrr hum.......

Ætli það hafi allir rokið til og keypt sér einn á sama tíma og ég????   Nei þetta var nú bara smá djók. Ég hafði vara ekki tekið eftir þessum eðalbílum nema þegar ég mætti gamalli ekta Bjöllu. Nú anda ég rólega og hlakka til að sofa á græna eyranu mínu í nótt ;) 

Ég man nú reyndar ekki eftir að hafa séð Cadillac Jeppa á Íslandi en eru Íslendingar ekki svo líkir Bandaríkjamönnum? Þetta er víst vinsæll bíll í Hollywoo,  kvikmyndastjörnurnar aka væntanlega á þeim og svo eru þeir vinsælir hjá tískufríkum ;)

Eigum við ekki svona stjörnur hér heima á klakanum? 


mbl.is Bílþjófar vilja helst Cadillac
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð og eftirspurn

Eins og áður þá snýst verðlagning um framboð og eftirspurn. Gott væri nú að vita til þess að jafnvægi væri að skapast á fasteignamarkaðinum. Ég þori nú varla að hugsa til þess að verðlækkanir taki við, vaxandi verðbólga ofl. 

Þegar lánsframboð bankanna blómstraði þá sáu margir sér leik á borði. Stækkuðu jafnvel við sig eða þeir sem voru í stóru náðu að nýta sér tækifærið og minnkuðu við sig. Gott fyrir þá áður en samdrátturinn gerir vart við sig. Það er líklegt að þá verði erfiðara um vik að selja stærri eignir.

Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í nýbyggingum og minnti það mig á árið þegar margir og jafnvel enn fleiri fóru út í minnkarækt. Það ævintýri endaði ekki vel hjá öllum. En svona er litla Ísland, þegar góð tækifæri birtast sem hægt er að hagnast á þá flykkjast sem flestir í það og svo endar með því að offramboð verður og verðfall í kjölfar þess. Já það getur verið snúið þetta líf. 


mbl.is Fasteignamarkaðurinn að kólna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læddist eins og köttur í kringum heitan graut

Ég skráði mig í fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Ég var búin að taka ákvörðun. Nú setti ég markið á að ljúka þeim áföngum sem mér hafði verið bent á upp í Háskóla Íslands og einnig að leggja 100 einingar samtals, þá ætti ég 1% líkur (smakvæmt upplýsingum skorarformanns) á að fá undanþágu til þess að hefja námið sem mig hafði dreymt um í tæp 30 ár.

Ég skráði mið í tvo stærðfræðiáfanga, sálfræði, félagsfræði og íslensku samtals 14 einingar. Mælt var með að nemendur tækju 9 einingar en þetta myndi taka mig svo langan tíma og líka kosta mig meira ef ég gæti ekki fengið að taka meira. Ég hugsaði auðvitað ekki fyrir því að sumarprófin stóðu í 4 daga og ég var í 5 áföngum.

Þetta var mikil áskorun en skemmtileg. Ég átti nokkra erfiða stærðfræðidaga um sumarið. Þeir voru svo erfiðir að ég tárfelldi yfir því að ná ekki tökum á efninu. Ég var alveg við það að gefast upp :( allt hitt gekk hins vegar vel. Ég skildi þetta ekki. Stærðfræði hafði alltaf verið mitt auðveldasta fag. Ég var greinilega orðin breytt eða bara of gömul eins og sjálfsagt mörgum fannst og finnst jafnvel enn ;)

Einn dagurinn er mér minnistæðari en aðrir. Maðurinn minn hafði verið að hjálpa mér. Hann er mér mikil stoð og hvatning í náminu. Hann lifir af hjartans einlægni setninguna " í blíðu og stríðu" sem við bæði samþykktum að lifa samkvæmt þegar við giftum okkur. Ég var að selja sjálfri mér þá hugmynd að þetta væri bara rugl. ég stóð upp frá lærdómnum og settist út við glugga. Ég fyllist venjulega af frið þegar ég horfi á gróðurinn. 

Ég fór að rifja upp markmiðið mitt. Hvers vegna ákvað ég að halda náminu áfram? Jú mig langaði til þess að hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft. Mig langaði í meiri skilning á hegðun manneskjunnar til þess að geta hjálpað öðrum að hjálpa sjálfum sér. Við lifum í mötunarsamfélagi en mig langaði til þess að sjá einstaklinginn eiga frumkvæði. Restin af lífi mínu vildi ég verja til þess að vera hvatning og styrkur fyrir einstaklinginn og ekki endilega á Íslandi. Þess vegna vildi ég læra og vinna mér inn virðingu og viðurkenningu sem mark væri tekið á.

Í dag er ég að lesa yfir gamla dagbókarpunkta sem eru einmitt mikilvægir. Á þeim tíma fannst mér ég ekki hafa það sem ég þurfti til þess að ná árangri. Að gráta yfir skólabókum var það ekki of mikil viðkvæmni? Ef til vill eru fleiri en ég sem lenda í þeirri stöðu.  Á þeim tímapunkti er auðveldast að gefast upp, en að halda áfram er erfiðara. 

Ég áttaði mig á því á þessari stundu að ég vildi enn ná markmiðinu mínu. Til þess að öðlast viðurkenningu sem sálfræðmenntuð kona ( og það á mínum aldri) þá þyrfti ég minnsta kosti MA í sálfræði og er það tæplega nóg. Til þess að ná MA þurfti ég að ná BA og til þess þá Þurfti ég að komast inn í HÍ. Ég kæmist ekki þangað nema með stúdentspróf eða á 1% líkum með 100 einingar og undanþágu. Til þess að allt þetta væri mögulegt þá þyrfti ég að ná að standast þessa stærðfræðiáfanga!

Ég stóð upp, mér leið mun betur og gat nú haldið áfram að glíma við það sem ég ekki skildi. Þetta var erfiðasta stundin mín fram til dagsins í dag. Ég áttaði mig á því að hjá mér snerist þetta um að gleyma aldrei markmiði mínu. Ég gæti alltaf rakið mig til baka frá því og þannig sótt þann viðbótarstyrk sem mig vantaði til þess að gefast ekki upp.

Í dag finnst mér einkennilegt að ég hafi grátið yfir bókunum, en svona eru tilfinningar okkar. Í gegnum þær birtast þær þarfir okkar sem eru uppfylltar þegar okkur líður vel og eins þær þarfir sem ekki eru uppfylltar þegar okkur líður illa. Með því að skoða þær aukast líkur á því að við getum enduruppfyllt þær uppfylltu og enn mikilvægara uppfyllt þær óuppfylltu.

Þegar kom að prófum í ágúst þá átti ég að taka félagsfræði og sálfræði á sama degi og sama tíma. Kennarinn Þórður Sigurðsson mætti fyrr um morguninn og þannig gat ég tekið prófin tvö í röð. Þetta gekk allt vel hjá mér og lauk ég þessum 14 einingum í fyrsta framhaldsskrefi mínu til þess að láta drauminn minn rætast.

meira seinna.... 

 

 


Það krefst hugrekkis

Þá kom að því. Ég tæki ofan fyrir Sjálfstæðismönnum væri ég með hatt. Eins og málin standa í dag þá eru þeir sannarlega að sýna ábyrga hegðun. Ég var ekki lítið hissa á viðbrögðum fólks við spurningu Fréttablaðsins hvort ganga ætti til kosninga og yfir 80% þeirra sem fundu sig knúna til að taka þátt vildu einmitt gera það.

Ég lái svo sem ekki almenningi að hafa þessa skoðun þegar forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja allir sem einn að gengið sé til kosninga. Eru menn ekki að átta sig á fjárhagslegri stöðu dagsins í dag og mikilvægi þess að sigla þjóðarskútunni?

Það sem við þurfum einmitt ekki er að skapa meiri glundroða og auka á framkvæmdagleði eins og vill fylgja kosningum. Ég dáist að hugrekki Sjálfstæðismanna, þeir hafa aldrei fengið atkvæði mitt en hver veit nema ég eigi eftir að snúa mér í þeim málum.

Í rauninni þyrftu stjórnarflokkarnir einnig að ganga bak orða sinna og  hætta við að lækka skatta. Sjálfsagt yrðu margir æstir yfir því. Ég hef ekkert á móti því að skattar séu lækkaðir en HALLÓ... við verðum öll að leggjast á eitt! Við viljum ekki missa þann árangur sem náðst hefur og fá harðan magaskell í neyðarlendingunni.

Opna augun allir sem einn, núna skiptir mestu máli fyrir alla Íslendinga ( eða það ætti að gera það) að veita þeim hvatningu sem þora að taka óvinsælar ákvarðanir til þess að sigla þjóðarskútunni í farsæla höfn stöðugleikans. 


mbl.is Vonast eftir samstöðu um dagsetningu flokksþingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langanir eru óseðjandi.

Það lítur út fyrir það að langanir séu óseðjandi. Hvað annað gæti valdið því að almennt telji 73% neytenda verslunarleiðangra vera hina fullkomnu afþreyingu? Það hlýtur eitthvað að vera að mér! Mér finnst verslunarleiðangara ekki vera afþreying heldur nauðsyn. Í Hong Kong telja 93% neytenda að verslunarleiðangrar séu hin fullkomna afþreying. Hvað er að mér eða hvað er að fólki? 

Ég er bara ekki að ná þessu! Hvernig má þetta vera? Ég er nú bara eitt stórt spurningarmerki!!!!!

Þetta minnir mig á yndislegan laugardag fyrir rúmu ári síðan. Ég var þá nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og var meðal annar í trúarbragðasögu ( gagnlegur áfangi það). Skylduverkefni áfangans var að skrifa  ritgerð um íslenskt trúfélag. Ég valdi Zen búddista, þeir eru með heimasíðu hér
fyrir áhugasama.

Ég vissi lítið um trú þeirra. Ég fékk að taka þátt í hugleiðsludegi hjá þeim "Zazen" og kynnast iðkun þeirra lítillega.  Þangað mætti ég klukkan 06.00 á laugardagsmorgni. Þetta var athyglisverð stund og forréttindi að fá að taka þátt.

Eitt af því sem búddistar líta til og takast á við eru hinar óseðjandi langanir sem mikilvægt sé að binda niður eða hemja. Ég velti því fyrir mér hvort að neyslumenning nútímans sé orsökin eða hvort þetta tilheyri enn eldri tímum. Það mun því væntanlega verða þáttur af minni afþreyingu sem þessi ágæta frétt færði mér að kynna mér það mál aðeins betur þ.e.a.s. ef að upplýsingar um það eru aðgengilegar.

Já mennirnir eru ólíkir sem betur fer það væri nú lítið varið í lífið ef allir væru eins ;) en ég skildi það samt engan veginn að verslunarleiðangrar gætu verið hin fullkomna afþreying......ojjjjj  :) 


mbl.is Hong Kong-búar „duglegustu“ neytendur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 71840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband