4.1.2007 | 18:07
Einelti endar því miður ekki á einhverjum ákveðnum aldri
Það er sorglegt til þess að hugsa að aldraðir skuli leggja aðra aldraða í einelti. En þó að árin hlaðist á okkur þá er ekki endilega samfara því vaxandi mannkærleikur, umburðarlyndi eða samúðarskilningur. Ég skil svo sem vel að fólk verði hissa þegar það fær fréttir af einelti á stofnunum aldraðra, hvað þá þegar það heyrir af kynferðisáreitni eða árasarhneigð aldraðra við starfsfólk. Mörg okkar setja = merkið á milli aldraður og skilningsríkur eða þroskaður.
Mér var einmitt innrætt þetta þegar ég var að vaxa úr grasi. Málið er að þroski er ekki sjálfsagður hlutur og margir aldraðir eru haldnir þunglyndi, vonleysi og jafnvel bitrir eftir harða lífsbaráttu. Ég hef undanfarna mánuði verið að kynna mér ýmislegt sem snýr að andlegri heilsu aldraðra og hefur það vakið mig verulega til umhugsunar um eitt og annað sem við getum gert til þess að viðhalda því sem við höfum og jafnvel bæta það. Meira um það síðar, þarf að rjúka núna.....
Einelti þekkt vandamál á meðal aldraðra í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.