Leita í fréttum mbl.is

Þekkir þú bókina?

Ég var að venju að líta yfir blöðin í morgun og rakst þá á smágrein um bókina "Leitað að tilgangi lífsins" Umfjöllunin vakti verulega áhuga minn enda hafði ég ekki heyrt né lesið neitt um þann ágæta mann sem skrifaði hana. 
Nú kemur fram að bókin hafi verið uppseld hjá útgefanda en hún var þýdd 1997. Mér laikur forvitni á að heyra um þessa bók ef einhver sem les þessar línur þekkir hana.
Ég mun að sjálfsögðu skella mér í Norrænahúsið á morgun á kynninguna :)
 
"Leitað að tilgangi lífsins
Bókin Leitin að tilgangi lífsins, sem verið hefur uppseld hjá útgefanda um nokkurt skeið, hefur nú verið endurútgefin.

Bókin Leitin að tilgangi lífsins, sem verið hefur uppseld hjá útgefanda um nokkurt skeið, hefur nú verið endurútgefin. Í tilefni þessa verður efnt til stuttrar dagskrár um bókina á morgun kl. 15.30 í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni.

Þar mun Róbert H. Haraldsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, halda stutt erindi um bókina sem hann nefnir "Leitin að tilgangi lífsins andspænis hinu illa". Að fyrirlestri loknum verður afhentur styrkur í minningu höfundarins Viktors E. Frankl en í útgáfusamningi óskaði höfundur eftir því að höfundarlaun hans fyrir bókina rynnu til málefnis sem snertir börn. Léttar veitingar verða í boði að dagskrá lokinni og einnig verður hægt að kaupa bókina á sérstöku kynningarverði.

Leitin að tilgangi lífsins kom út á vegum Siðfræðistofnunar og Háskólaútgáfunnar í þýðingu Hólmfríðar Gunnarsdóttur árið 1997.

Höfundur bókarinnar, Viktor E. Frankl, var austurrískur geðlæknir og upphafsmaður kenningar í sálarfræði sem nefnd er lógóþerapía eða tilgangsmeðferð. Þar er lögð áhersla á að í lífi sérhvers manns sé einstakur tilgangur sem hver og einn verði að finna fyrir sjálfan sig.

Frankl sat í fangabúðum nasista og notaði reynslu sína úr fangabúðunum sem undirstöður kenninga sinna. Frásögnin úr fangabúðunum hefur fyrst og fremst þann tilgang að sýna fram á gildi kenningarinnar en ekki að rekja hörmungar fangabúðarlífsins."

Tekið héðan (Fréttablaðið 4, jan) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Hér er grein um Viktor á Wikipediu...

Guðmundur D. Haraldsson, 10.1.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir Guðmundur. Bókin er áhugaverð. Ég er reyndar ekki alveg búin að klára að lesa hana en mér líst vel á það sem komið er. Mér finnst mikilvægt að hafa í huga hvenær hún er skrifuð og hvað var vitað á þeim tíma varðandi sálfræði/geðlækningar

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.1.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 71770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband