1.12.2006 | 11:13
Rafael í Húsbandinu algjört nammi og öll spenna horfin
Þvílíkt konfekt. Tónleikarnir, tíminn og peningarnir voru þess virði jafnvel þegar aðeins er talað um Rafael (ég held að hann spili á bassa) Hann er einn af þessum einstöku tónlistarmönnum sem hverfa inn í tóninn sem þeir eru að framkalla.
Ég fékk gæsahúð og fyrir mig þá stal hann algjörlega senunni!!!!! Það skemmdi nú ekki fyrir mér að hann kom að grindinni þar sem ég var í næstfremstu röð og tókk þéttingsfast í hönd mína og brosti eins og lítill strákur. Ef til vill hafði hann lúmskt gaman af þvi að sjá svona ellismell eins og mig era að njóta min á rókktonleikum hehe hóst hóst *********
Toby kom líka og heilsaði mér en hann hafði ekki þessa einlægni sem geislanði af Rafael. Ég lærði eitt og annað um mannlegt eðli og alls konar pælingar í gangi hjá mér ;) Toby og Rafael voru mínir menn allt kvöldið. Magna var sjálfum sér líkur og hlaut mikið lof bæði frá Húsbandinu en þeir sögðu að hann hefði alltaf verið í uppáhaldi hjá þeim ( rosa gott að vinna með honum) og ég sannarlega trúi því. Strákurinn okkar er vel liðinn af þeim öllum!
Ég vissi ekki fyrr en í morgun að WStorm hafði verið hálflasin með hita ofl. en hún var sjálfri sér lík og glæsileikinn skein af henni jafnvel þegar hún pönkaðist upp í flotta dressinu sínu með þá fríkuðustu hárgreiðslu sem ég hef augum litið.
Josh er góður söngvari en betri á plötu en á sviði. ég var orðin hálf leið á honum. Það er einhvernveginn öðruvísi að lifa sig inn í meðal eða villta tónlist í stæði heldur en að hlusta á róleg lög. Það var líka gaman að upplifa muninn á sjónvarpsþáttunum "rock star supernova" og tónleikunum og finna það sjálfur hver er betri í myndavelinni og hver á sviðinu.
Toby á vinninginn hjá mér hann syngur ágætleg en umfram allt er maður fólksins og er laginn við að tengjastþví á milli laga (nema að handarbandið og brosið hafði brætt mig alveg) we will never know. Hum hum mér fannst nefnilega þeir tveir belstir sem komu og tóku þéttingsfast og taktu eftir því Þéttingsfast í hendina mína.
Ég varð ung aftur og áttaði mig á því að ég hafði mest pláss þegar ég hoppaði með öllum strákunum sem voru allt í kringum mig. Þegar við hoppuðum öll í takt þá var gott loftstreymi og einhvern veginn nóg pláss hahahahaha þannig að ég hoppaði bara eins og hinir og var svo farin að kvíða harðsperrum morgundagsins strax á leiðinni heim í bílnum.
Í dag er ég spræk og hress. Himinsæl yfir að hafa tekið þá ákvörðun að fara frekar á tónleikana heldur en að byrja próflesturinn. Nú er ég byrjuð tölfræðin og taugasálfræðin eru á dagskrá hjá mér í dag og ég hlakka til að takast á við námsefnið svona líka spennulaus eftir öll öskri, sönginn og hoppið í gærkvöldi.
Mér var líka hugsað til margra hér á blogginu frá því í sumar. Sigrúnu Sæmunds hitti ég snöggvast og hefði viljað geta spjallað við, en vonandi hittumst við í náinni framtíð. Allra þeirra sem heimsóktu síðuna mína en mest þó Fanneyju (sem er algjör Stormari), Siggu, Biddu, Kela, Birgittu, Jórunni, Ester, Jóhönnu og Dömuna svo einhverjir séu nefndir
Ég elska allt og alla og held að það hafi bara ekki gerst áður í upphafi próflesturs!!!!!!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Tónlist | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Vá hvað þú hefur skemmt þér vel og fá svo þessi handtök líka!!!! Æðislegt. Þú ert örugglega hundrað sinnum betur undir atökin við námið búin núna. Hefur verið æðislegt að hoppa þarna í takt. Takk fyrir að nefna mig. Kveðjur Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.12.2006 kl. 11:49
Sammála Galdra, það skapaðist alveg frábær stemning hjá okkur hérna á blogginu í sumar .
Takk fyrir að hugsa til mín, er ekki frá því að ég hafi fundið fiðring í tánum í gærkvöld vegna þess .
B
Birgitta, 1.12.2006 kl. 13:29
hefði viljað vera á staðnum þurfti að vinna
Ólafur fannberg, 1.12.2006 kl. 15:20
Já það var gaman að hitta þig Pálína og það hefði verið gaman ef það hefði verið fleiri þarna af Magna-fans sem voru hér inni í sumar, ég er sammála Galdrameisrara að þetta var skemmtilegur tími. jæja Pálína mín eitthvað hefurðu hoppað eða þú svífur en af sælu eftir handsnertingar ha ha Rafael er æðislegur gítarleikar, það er sá sem vill er þekkjast, sá með húfuna og sílgleraugun sem er á bassa ha ha ha.
Ég er sammála þér Pálína, tónleikarnir voru hreint út ÆÐISLEGIR og svo sannalega peninganna virði og meira en það, um 4 tímar af frábærri skemmtun. Mér finnst Á Móti Sól vera orðið frábært band, farnir að rokka á fullu og þeir vor frábærir. Þeir í húsbandinu eru alveg geðveikir hljóðfæraleikaar, allir sem einn og flottir bakrðddunum. Magni, Storm, Josh, Toby og Dilana voru æðislega öll. Skjárinn tók þetta allt upp svo að þið sjáið þetta.
Sigrún Sæmundsdóttir, 1.12.2006 kl. 16:26
Ha ha það er svolítið skrítið að skoða færsluna mína, ég er með nýtt lyklaborð og það eru ekki réttir stafir undir og stundum les ég ekki það sem ég skrifa.
Er ég geri ö kemur ð og o verður i. En það er verið að senda mér límmiða á takka svo að þetta á að lagast, þarf ekki lengur að muna hvað er hvað.
Sigrún Sæmundsdóttir, 1.12.2006 kl. 16:33
Þetta var æðislegt ég sé ekki eftir að hafa farið. Er sammála það var húsband sem algjörlega stal senunni hvað mig varðaði.
Birna M (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 20:05
Ekki var hann hrifinn, sá sem skrifar í mbl, Atli Bollason. Ég veit ekki hvort að hann var eins og hans lýsir þorra fólks. Alavega var ég EKKI SLOMPUÐ, og ég sá ekki betur en fólks skemmti sér, en starði ekki brostum augum á sviðið. Hann rakka vel niður en minnist ekki á húsbandið, það hefur greinilega ekki verið hans kvöld þarna.
Sigrún Sæmundsdóttir, 2.12.2006 kl. 11:11
Takk fyrir kommentin ykkar. Já hvað var þetta með Atla??? Hvar var hann eiginlega staddur í salnum? Hum líklega í stukunni. Fólk situr auðvitað þar þannig að stuð birtist á annan hátt í stúku en úti á gólfi. Það var svo mikil stemning og stuð þar sem ég var. Fólkið lifði sig inni í tónlistina og stundum voru skrækirnir það mikilir að ég þurfti annað hvort að skrækja líka eða bara halda fyrir eyrun hóst hóst...
Atli virðist þá hafa verið á "slompaða svæðinu" já gæðum lífsins er misskipt þarna eins og annars staðar að því er virðist hehe
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 2.12.2006 kl. 11:27
Geðveikt að lesa þennan pistil frá þér Pálína þar sem ég var fjarri góðu gamni! Vá hreint geggjað að fá þetta svona nánast beint í æð. Hér er mikil öfund í gangi ( hjá mér) en allt á góðu nótunum þó , hefði svo vel viljað vera þarna með þér. Vonandi hittumst við eitthverntímann, gengið sem var svo duglegt að blogga í sumar, það væri ekki slæmt!
Ester Júlía, 3.12.2006 kl. 22:27
Hefði sko verið meira en til í að vera þarna á fremstu röðum og glápa á Storm... þessi elska.... Get alveg ímyndað mér að þú hafir skemmt þér frábærlega! Þakka þér fyrir að hugsa til mín :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 3.12.2006 kl. 23:58
Sæl Pálína. Ég set hér inn hjá þér link þar sem góðar myndir eru frá tónleikunum. Þeir eru undir tónleikar 30 nóv.
http://thuri-ara.spaces.live.com/
Sigrún Sæmundsdóttir, 6.12.2006 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.