26.11.2006 | 19:43
Sometimes live is pain
Eins og núna þegar sólarhringarnir eru allt of stuttir og alls konar mál poppa upp sem ég hef í rauninni engan tíma til að sinna, hvað þá að leysa. Nú er ég til dæmis að læra fyrir próf þegar ég þyrfti að vera að gera að minnsta kosti 3 aðra hluti.
Týpískt!!!! En svona undir niðri þá skil ég þetta allt saman. Það gerir lífið ekki endilega auðveldara. Til gamans þá má nefna það að nemi á öðru ári í sálfræði fer í vímuástand yfir því að fá yrir 8 í einkunn. Ég fékk fregnir af því frá góðhjörtuðum samnemanda mínum sem sparaði mér sporin út í Odda í gær að ég hafi komist yfir það mar í prófi í tölfræði 3 Jeyjjjjjjjjjjj
Í Odda er samfélag fólks sem lærir og lærir og lærir og svo lærir það líka ofan á allt hitt. Ég hef hitt fólk og kynnst úr ýmsum deildum og á ýmsum aldri. Það er einstaklega gaman af því. Núna er ég farin að skilja fyrrverandi BA nemendur sem ég hef átt samtöl við og tala um að Oddi sé þeirra annað heimili.
Í hnotskurn þá á ég tvö heimili (mitt og ODDI), fullt af frábærum samnemendum sem eru aðalhvatning mín í dag að undanskildum einstökum ektamaka sem stendur með mér í gegnum súrt og sætt (ef ég man þetta rétt)hehe
Lífið er frumskógur, þar er fullt af plöntum sem eru fallegar, forvitnilegar og spennandi ( verst hvað ég hef lítinn tíma)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Leiðin að markmiðinu | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Sæl Pálína mín og gaman að heyra smá frá þér ( eða lesa). Ég skil þig svo sannalega, veit hvað þú ert að ganga í vegn um. Þú átt eftir að rúlla þessu upp. Það er alveg ómetanlegt að hafa góða samnemendur og getað fengið glósur.
Sigrún Sæmundsdóttir, 26.11.2006 kl. 20:39
Fullt að gera hjá þér. Gaman að heyra samt frá þér við og við. Gott að maki þinn stendur með þér í þessu. Það hefur allt að segja, held ég. Jú góðir samnemendur eru líka góðir. Jæja nú er ég að komsat á væmnu nóturnar. Bara í hnotskurn, gangi þér vel Pálína mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.11.2006 kl. 23:00
Gaman að heyra frá ykkur stelpur mínar ;) Mér finnst væmni bara góð ef ekki betri! Sigrún mig langar mikið að hitta þig á fimmtudaginn í höllinni (síminn minn er 862-3661) ef þú hefur áhuga. Ég reikna með að við "rockstar" mæðgurnar mætum snemma en við verðum eins og fleiri í stæði. ég er virkilega farin að hlakka til og ætla sko að njóta þessa alveg í ræmur. Það verður lesið og lært fram að þessum tímapunkti og svo enn meira að tónleikum loknum.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.11.2006 kl. 18:41
Sæl Pálína. Ég er búin að setja númerið inn á minið á gsm og mun hafa samband. Við mæðgur ætlum líka að mæta snemma. Þetta eiga eftir að vera magnaðir tónleikar, sá á bloggi að Dílana hefði misst af flugi til Íslands í gær en það væri búið að redda því.
Sigrún Sæmundsdóttir, 28.11.2006 kl. 15:09
Úbbs, eins gott! Hlakka mikið til að hitta þig
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.11.2006 kl. 16:06
Góða skemmtun í höllinni Pálína mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.11.2006 kl. 15:40
Gaman að vera orðin bloggvinur þinn. Takk Pálína.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.11.2006 kl. 16:54
Takk Jórunn mín sömuleiðis og hvort ég ætla að skemmta mér jeyjjjjjjjj
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.11.2006 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.