Leita í fréttum mbl.is

Skrítin tilfinning

Á morgun klukkan 14:00 er útskriftin mín. Ég get engan vegin útskýrt hvernig mér líður. Þetta er BARA skrítið! ég sem er búin að vera að stefna á þetta nám á þriðja áratug er nú allt í einu búin með BA í sálfræði. 

Margir hafa spurt mig hvort ekki eigi að slá til veislu þegar slíkum áfanga er náð! En nei elskurnar mínar. Það stendur ekki til í ár . ég ætla mér hins vegar að safna í sjóð til að getað haldið upp á væntanlegan lokaárangur minn eftir nokkur ár hehe. Þá verða margir góðir kallaðir til, enda STÓR draumur að rætast.  Um að gera að byrja að hlakka til strax í dag hehe....

Fyrir nokkrum dögum fékk ég bréf um að ég væri á biðlista með að komast í Cand Psych, en það er beinasta leiðin í að verða sálfræðingur. Ekki er nú víst að ég komist inn af biðlistanum en það væri nú aldeilis gaman ef svo væri. Þetta skýrist í næstu viku.

Ég sótti til vara um að fá að hefja meistaranám í sálfræði og hef verið samþykkt inn þar. Það er því ljóst að ég get haldið áfram að læra næsta haust :)

Í byrjun júní byrjaði ég að vinna sem ráðgjafi og stuðningsfulltrúi á geðsviði Landspítalans. Ég ætla að vinna þar í sumar. 

Lífið er dásamlegt og ég hlakka til morgundagsins. Ég er rík kona, sem á yndisleg börn, einstakan mann sem hefur verið mér þvílíkur stuðningur, alveg ótrúlega tengdaforeldra, dásamlegar systur og vinkonur sem hafa verið mér mikill innblástur.  Ekki má ég nú gleyma samnemendum mínum sem eru þvílíku perlurnar og allir kennararnir og starfsfólkið í Háskóla Íslands. 

Þegar ég sit ein og horfi út í loftið þá hugsa ég um ykkur. Ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið væri án alls þess stuðnings og innblásturs sem allir þeir sem snerta líf mitt eru mér.  Ég vona að þið njótið svipaðra lífsgæða og ég, þá erum við nú aldeilis öll í góðum málum.

Þakklæti rennur í blóði mér, þakklæti til ykkar allra, á sama tíma óska ég þér sem lest þessar línur þess að þú megir láta drauminn þinn rætast eins og ég lét minn rætast og að þau lífsgæði og gleði sem fallið hafa mér í skaut megi einnig falla þér í skaut. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég var að koma heim úr hálfs mánaðar fríi og þú skrifaðir þetta á meðan ég var í burtu. Ég vil óska þér hjartanlega til hamingju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.6.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband