15.5.2008 | 15:57
Hvað á ég NÚ að gera!
Einmitt ?????
Nú erum við Ragna búnar að fá BA-ritgerðina okkar úr prentun og búnar að skila henni af okkur nema til aðal leiðbeinandans hennar Heiðdísar Valdimarsdóttur en hún vinnur í New York og býr í Hollandi alveg einstök kona!
En þetta er nú ekki allt...
Öll PRÓFIN eru búin og ég veit bara ekki hvað ég á af mér að gera (einhver uppástunga?????)
Ég kann þetta bara ekki. Ég byrja ekki að vinna fyrr en 2. júní og nú get ég bara gert næstum því ekki neitt (veitir nú ekki af að taka aðeins til hendinni hér heima ;), en samt ég hlakka til þess að eiga framundan heilt sumar þar sem ég er BARA í 100% starfi en ég man nú bara ekki hvað það er langt síðan það gerðist hum...... ( vonandi er elli-kelling ekki að láta vita af sér) alla veganna þá er ekki opið hús hjá mér fyrir hana það er nokkuð ljóst og þeir sem þekkja mig best vita það. Þannig að "ELLIKELLING" ef þú ert þarna einhvers staðar og varst að hugsa um að skjóta rótum hjá mér þá kemur það bara einfaldlega ekki til greina.
En að alvöru lífsins..... sem verður æðislegra með hverjum deginum
Bara að ég hefði vitað það fyrr að það yrði svona gaman síðar á ævinni þá hefði ég ekki bara getað notið þess heldur hefði ég líka getað hlakkað til .... svona er nú Ísland í dag!
Það er sem sagt allt að gerast en samt of lítið fyrir mig og þess vegna sit ég nú hér og sletti þessum hugsunum mínum inn á mbl.is, vonandi verður engum meint af. Einfalt ráðp frá mér bara að hlakka til framtíðarinnar aldrei að vita nema að hún geymi í sér einmitt það sem þig dreymdi alltaf um!
Í gærkvöldi eftir vinnu fór ég í partý til Ástu Harðardóttur en hún er ein af dugnaðarforkunum sem er að klára sálfræðinámið. Ásta gangi þér rósalega vel með það sem þú átt eftir og takk fyrir æðislega kvöldstund. Þetta var hin besta skemmtun. Flestir nemendanna sem Ásta bauð svo rausnarlega að stíga fæti eða fótum hehe sínum inn á heimili sitt mættu. Að sjálfsögðu var námið rætt í öllum skotum í mismunandi stórum hópum en það er nú eins og Gunnhildur sagði bara eðlilegt þrátt fyrir að öll próf væru búin..... þetta erf nú einu sinni það sem tengir þennan hóp saman.
Mér fannst mjög gaman að hitta þessa samnemendur mína og velta fyrr mér liðinni tíð og velta jafnframt vöngum yfir komandi framtíð sem hver sér með sínu auga. En sjaldan er ein báran stök...... Það er nú reyndar haft um eitthvað erfitt sem kemur upp á og á alls ekki við hjá mér því lífið er dásamlegt og ég lifi því eins og ég vil lalalalallala
Í morgun þegar ég var búin að sitja hér heima í hörkuskemmtilegum rökræðum við ektamakann minn (eins og ég eigi nú einhvern óekta...), en við ræddum um hraða taugaboða og starfsemi heilans og innkirtlakerfisins það var mjög skemmtilegt svona snemma morguns og vaknaði ég vel til lífsins, en ég vildi að sjálfsögðu meira, ekkert verkefni að klára , engin ritgerð að leiðrétta og ekkert próf að læra fyrir..... Mig vantaði eitthvað að gera!!!!!
Síminn þessa dásamlega uppfinning skaust inn í sjónsvið mitt, ég greip hann föstum tökum og byrjaði á listanum..... Hver væri til í að koma með mér á kaffihús bara til að spjalla????? Ég náði sambandi við eina vinkonu mína sem var reyndar á kafi í að skrifa doktorsritgerðina sína en .......jess hún vildi pásu eina himneska pásu og við skelltum okkur á Kaffitár og þar ræddum við allt milli himins og jarðar (eða næstum allt hehe) og engin stund fór til spillis. sálfræðin og líffræðin a´samt félags og mannfræði voru svona helstu sviðin. Þetta var svo gott og.............
FRÆÐANDI en það var það sem mig vantaði svo mikið! Það er ekki auðvelt að hætta að leita sér að nýjum upplýsingum, fræðast meira. Núna er ég búin að að seðja mig í bili, það ætti að duga mér í nokkrar klukkustundir.
Í kvöld ætlum við nokkrar stelpur á öllum aldri að hittast yfir himneskum fiskréttum og njóta þess að vera saman. Leiðir fara að skiljast og það er ákveðinn söknuður í mér. Mikið hafa þessi þrjú ár verið góð og vá hvað það er gaman að láta drauminn sinn rætast!
Ég bíð svo auðvitað spennt eftir að fá einkunnirnar mínar, útskrifast með pompi og prakt 14. júní og halda svo áfram í framhaldsnámi í haust.
Njóttu lífsins eins vel og þú getur í dag og endurtaktu það síðan á morgun... hver veit ef til vill kemst það í vana?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Leiðin að markmiðinu, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Nú þarft þú bara að hvíla þig og slappa af þar til þú byrjar að vinna. Til hamingju með þetta allt saman.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.5.2008 kl. 12:30
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Ég er að komast upp á lag með að slappa af eða og leika mér :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 19.5.2008 kl. 18:28
Já það er skrýtið lífið án námsbókanna. Langaði að þakka þér fyrir samstarfið Pálína mín, mér finnst þú vera algjör dugnaðarforkur og dáist mikið af elju þinni og seiglu.
Kveðja,
Ragna Margrét
Ragna Margrét Norðdahl (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.