Leita í fréttum mbl.is

Ein hissa!

Tíminn líður svo hratt hjá mér að það liggur við að ég hoppi yfir dag og dag :)

Í morgun fór ég út í Odda og stóra planið var að læra yfir mig og skjótast á fyrirlestra á árlegum viðburði sem félagsvísindadeild stóð fyrir. Það var nú þvílíka rigningin að ég hljóp við fót alla leiðina frá bílnum og inn í Odda.

Líklega hef ég ekki verið fyllilega vöknuð, hef þá ekið hina vanabundnu leið á autopilotinum ;) Nema hvað, þegar ég kem að stiganum og ætla mér að storma upp hann þá snarstoppa ég því á móti mér flæddi birta sem ég ekki þekkti á þessum stað.

Stiginn var eitthvað svo hvítur að ég held að ómeðvitað hafi ég haldið að ég væri í vitlausri byggingu. Ég andaði nú djúpt (eða þannig ;)) og áttaði mig á því að stiginn í Odda var í sparifötunum sýnum og einhvers staðar undir handriðinu voru ljós. Þetta var nú bara flott!!!

Nóg með það, ég hélt nú áfram upp sitigann og þegar ég kem á hæð 2 þar sem ég læri oft þá var allt breytt þar. Engir stólar og engin borð nema þau sem lágu saman á hvolfi. Nú var áreynsla stigagöngunnar farin að skila sér sér, blóðið að renna hraðar til heilans.

Einmitt ......Þjóðarspegillinn var aðal atriðið í dag og engin kennsla neins staðar. Það hefði svo sem getað farið fram hjá mér því að ég er ekki í fyrirlestrum á föstudögum. Áfram veginn upp stigann stefndi ég og viti menn þar voru nokkrir stólar eftir og nokkur borð.

það var gott að koma upp úr 8 því ekki var mikið pláss á svæðinu til að læra. Ég ætlaði þá að bregða mér í einu tölvustofuna sem er með tölvur sem innihlada ákveðið forrit sem ég er að vinna í í hugfræðinni en nei nei þá var próf í gangi þar.

Já þetta var einn stór brandari. Ég kom mér þægilega fyrir, fór svo niður á kaffistofu og fékk mér kaffi svona til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki draumur.

Það rættist nú síðan vel úr deginum og ekkert sem ég sé eftir nema þá helst það að hafa ekki tekið mér tíma í gær til þess að henda hér inn dagskránni svo að þeir sem áhuga höfðu hefðu getað mætt og hlustað á eitthvað af þessum frábæru erindum sem flutt voru.

það var margt spennandi og þurfti ég að velja og hafna því að sum erindin sem mig langaði til að hlusta á voru flutt á sama tíma.

Nú tekur alvaran við hjá mér og mun ég sitja með sveittann skallan yfir heimaprófi í Töl III væntanlega alla helgina en ef svo vel vill til að þetta gangi súper dúper vel hjá mér þá bíður mín eitt stykki ritgerð sem ég þarf líka að klára innan fjögurra daga. Ég hlakka nú meira til þess verkefnis enda umfjöllun um ahrif kannabisefna á heilann (the brain is my favorite)

Sem sagt ekkert að hægjast um hjá mér. Hvernig er þetta eru ekki að koma jól? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Sæl Pálína mín.

Varð að setja þetta hér inn og vona að þú sjáir þetta fljótlega. Nú getum við HB og Magna-fans farið að hlakka til. Miðar á þessa  veislu verða fljótir að fara.

The consert will take place in Laugardalshöllin and along with the House band we have Toby, Storm, Dilana and me ( Magni ) performing - so it should be fun :)

www.icelandair.com - Flight/hotel/consert - This should be upp later today - for the rest of us that live in Iceland tickets will be on sale next tuesday - nov.7

More later...

Sigrún Sæmundsdóttir, 31.10.2006 kl. 10:59

2 identicon

Hefdi sko ekkert a moti thvi ad hoppa svona yfir dag og dag!!!

Magga (IP-tala skráð) 31.10.2006 kl. 12:47

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir kommentin ykkar ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 1.11.2006 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband