Leita í fréttum mbl.is

Rjómablíða og bros á vör

Ég er nýkomin úr sundi með strákunum. Það var nú svolítið loftkalt til að byrja með en svo kom blessuð sólin upp og þá breyttist allt. við erum nú ekki vön að fara svona snemma á sunnudagsmorgni en þetta var hin fínasta ferð.

Það var ekkert smá hressandi að byrja daginn svona því að fyrir liggur hjá mér í dag að lesa og lesa hugfræði til undirbúnings fyrir hlutapróf. Í lauginni hitti ég konu sem ég hef aldrei hitt áður svo að ég viti til hún bauð mér góðan daginn og tók það sérstaklega fram að ég hafi brosað svo fallega til hennar :)

Þetta var nú að ég held þetta fasta bros sem er á andlitinu á mér og nokkrir hafa haft orð á undanfarin ár. Ekki veit ég hvað veldur því að' andlit mitt hefur mótast á þennan hátt en ef til vill er það bara það að ég hef umgengist mikið af hressu og skemmtilegu fólki og þar af leiðandi hef ég ekki bara velst í gegnum lífið, heldur hef ég velst um af hlátri í gegnum lífið! Nú svo fæddist ég ekki í gær þannig að hrukkurnar mínar (sérlega þær í kringum augun) sveigjast upp á við hehe. Þannig er það nú að ég þarf ekki að brosa mikið til þess að allt andlitið fari af stað :)

Ég var henni auðvitað sammála að það væri afskaplega gaman að vera í kringum brosandi fólk (ekki vantar nú hógværðina) og vildum við æstar eiga okkar þátt í því að þessi hópur færi stækkandi. 

Ég þakkaði nú konunni fyrir hólið sem ég fékk fyrir fasta brosið mitt og gekk sæl og BROSANDI, nema hvað.... út í bíl. Nú er ég tilbúin til að svolgra í mig alla þá þekkingu sem bækurnar bjóða upp á um tungumálið, raddböndin, sjónina , heyrnina ofl. skemmtilegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn Pálína. Það er yndislegt þegar dagurinn byrjar svona vel,er það ekki.
Kveðja
Sigurveig

Sigurveig (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 12:31

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sæl Sigurveig, jú svona eiga auðvitað helst allir dagar að byrja ;) enda hefur mér gengið vel að lesa og nú er kominn tími að fá sér smá pásu, hoppa á milli hæða og koma blóðrásinni vel í gang. Gaman að fá línu frá þér Sigurveig!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 22.10.2006 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 71768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband