20.10.2006 | 20:12
Erfitt að eiga við elli kerlingu nema ef væri að skella sér í Bláa lónið
Bandaríkjamenn eyddu þremur og hálfum milljon krónum í steralyf sem talið var að myndi hægja á elli kerlingu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að lyfið hefur mun minni áhrif en auglýst var.
Ég hef nú ekki haft mikinn tíma undanfarið til þess að lesa fréttir nema á þvílíkum hraðahlaupum að það er nú bara mesta furða að eitthvað sitji eftir hjá mér ;)
Ég minnist þess þó að hafa einhvern af síðustu þremur dögunum lesið grein í Blaðinu eða Fréttablaðinu um hin góðu áhrif sem þörungar í Bláa lóninu hafa á húðina. Nýlegar rannsóknir eru þar sagðar benda til þess að áhrifin vinni gegn öldrun húðarinnar en styrki hana einnig.
Þannig að þá er bara að drífa sig í Lónið fyrir þá sem komast og svo verður nú varla langt að bíða þess að vörulína komi frá þeim sem auðveldar öllum þeim sem ekki komast á staðinn :)
Lítið gagn í steralyfjum gegn öldrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 71768
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Var í tíma hjá heilsugúrú í morgun og hann sagði-bara vatn við öldrun. Reglan væri 6 - 8 glösum meira en mann langaði í til að viðhalda vökvajafnvægi, kaffi þurrkar mann, það er bannað og þar fram eftir götunum.
Birna M, 20.10.2006 kl. 20:23
Ég held ég myndi nú tæplega lifa af ef ég ætti að sleppa eðal kaffibollanum mínum og svo myndi ég bara sofa hálfan daginn.En vatn er allra meina bót. Ætli ég verði ekki bara að drekka enn fleiri glös til að vinna gegn kaffinu?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.10.2006 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.