Leita í fréttum mbl.is

Já einmitt ég er enn á lífi!

Það er allt á fullu. Nú fara ALLAR aukastundirnar í pælingar tengdar BA ritgerðinni sem er hið besta mál. Mættu auðvitað vera fleiri aukastundir. Svo fékk ég nett í magann. Bæði var það nú einhver pest sem herjaði á mig en svo tók nú ekki betra við. Ég fór að skoða umsóknareyðublaðið fyrir framhaldsnámið og fékk þá nýjar pílur í magann.

Ég er að ljúka 3ja árinu í sálfræðináminu og þessi tími hefur bara flogið áfram. Allt í einu stend ég fyrir framan stóra ákvörðun. Það hefði nú líklegra verið skynsamlegra hjá mér að lesa umsóknarblöðin og leiðbeiningarnar tengdar þeim þegar  magapestin væri búin að kveðja mig.

Það er áhugavert að lesa um tengslin á milli hreyfingar og námsárangurs sérlega þegar tekið er tillit til þátta eins og þunglyndis, kvíða eða streitu. Um að gera fyrir alla sem geta stundað hreyfingu reglulega að gera það. Taka þá í lífshlaupinu og hafa almennt bætandi áhrif á líf sitt.

Þetta verður meira og meira spennandi eftir því sem ég les meira en hugmyndin er að liggja vel yfir efninu núna um helgina og kynna sér það sem aðrir hafa skoðað um þessi tengsl.

Ég kíki nú stundum snöggt í heimsóknir til bloggvina en hef ekki gefið mér tima til að kommenta. Næsta sumar verður svo fyrsta sumarið  mitt í 4 ár sem ég verð bara að vinna en ekki bæðu í námi og vinnu. Það hlýtur að vera spes eða hvað? Ef til vill fer ég þá að hamast meira á lyklaborðinu mínu og skilja einhver brot af mér eftir hér...... 

Síðustu árin hef ég einbeitt mér stíft að því að ná markmiði mínu og ljúka grunnnámi í sálfræði. Núna þegar ég er að ná því marki þá langar mig auðvitað að læra meira og vona það innilega að mér auðnist það.

En best að hætta að láta sig dreyma og snúa sér að raunveruleika lífsins að lesa....... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að sjá þig en hvað tíminn líðir fljótt. Það er ekki svo langt síðan að þú varst að berjast fyirir að komast í þetta nám finnst mér og nú er farið að huga að BA námi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ohh svo gott að fá lífsmark frá þér skvísa Þetta er nú enginn smá áfangi sem þú ert búin að afreka núna, svo bara BA framundan. Það verður "pice of cake"

Risa knús frá mér fyrir nóttina

Sigrún Friðriksdóttir, 6.3.2008 kl. 22:59

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir kommentin ykkar!

Svar við spurningu 1= ég veit ekki , þetta bara rennur frá mér ;)

Já tíminn er fljótur að líða vinkonur og afrekin hrannast upp .....eða þannig hehe 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:03

4 identicon

Ég er með enn betra svar við spurningu Ólafs... mamma mín getur allt  

Briet (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband