Leita í fréttum mbl.is

Mikil törn næstu dagana

Það er eiginlega allt of mikið að gera hjá mér þess dagana. Verkefnin byrjuð að hlaðast upp svona eins og gerist þegar mánuður er liðinn af skólanum. Á morgun er fyrsta hlutaprófið í hugfræðinni og ég á fullu að lesa fyrir það. 

Leið og prófi lýkur þá er að setjast niður og vinna fyrsta skilaverkefni í Tölfræði III, svo er að klára verkefnið í próffræðinni og þá get ég loksins farið að snú mér að ritgerðinni í taugasálfræðinni. Þetta er auðvitað allt að gerast á sama tíma og öllu þarf að vera lokið um miðja næstu viku og sumt fyrr.

Sem skorarfulltrúi sálfræðinema á 2. ári þá mun é mæta á fyrsta skorarfundur vetrarins á föstudaginn, umræðurfundur hjá Fanney í félagslegu er svo beint á eftir. Allt nema fjölskyldan, þarfir hennar og námið hefur verið sett til hliðar. Enginn tími til að lesa fréttir, blogga og ákvað að sleppa Magna og Dilönu á Broadway og þá er nú mikið sagt. 

Þetta er svona upphitun fyrir prófatörnina í desember og ef til vill ágætt að finna smjörþefinn af því strax. Stjórn Animu hittist á laugardagskvöldið síðastliðið og var virkilega gaman að hitta samnemendur mína svona í öðrum gír en skólagírnum, hresst og efnilegt ungt fólk ;)

Ég vona að ég geti nú gefið mér mínútu eða tvær til að skrifa smá blogg um eitthvað annað en daginn og veginn í skólanum, þó að það sé auðvitað mjög áhugavert efni :) 

Áður en ég gleymi mér hér þá ætla ég að halda áfram lestrinum um minnið.

þangað til næst ...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Gangi þér vel með þetta allt Pálína mín. Ég ætlaði að fara á laugardagskvöld en er ég náði sambandi var orðið uppselt, svo rétt á eftir þá kom upp sú staða að ég hefði ekki komist. Þannig að við erum þá tvær sem komumst ekki, bíðum bara eftir skjánum, þeir taka þetta upp. En Dilana er greinilega spennt og ánægð með þetta hér á landi og svo sá ég í auglýsingu að Magni yrði þarna úti 6 okt að syngja með henni, var að skoða heimasíðu Dilönu.

Sigrún Sæmundsdóttir, 26.9.2006 kl. 19:39

2 Smámynd: Birna M

Ég lenti í þessu líka, algjört dísaster. Svo ég verð að bíða eftir skjánum.

Birna M, 26.9.2006 kl. 20:10

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gaman að heyra að skjárinn taki þetta upp. Mig langar virkilega til að sjá þetta.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.9.2006 kl. 21:36

4 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég verð bara að láta ykkur vita, er ég á leið suður, er að bíða eftir kalli frá sérfræðinig út ef sködduðu krossböndum. Verður um leið og losnar tími, og það getur orðið í okt, nóv eða des ha ha svo að það er bara að bíða.

Sigrún Sæmundsdóttir, 26.9.2006 kl. 21:46

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Kemst ekki heldur (sniff, sniff) verðum bara að hittast og horfa á þetta saman stelpur mínar þegar skjárinn sendir þetta út. Það verður örugglega líka gaman. Er að fara á flandur suður með sjó með eiginmanninum og Siglingastofnun (sem verður örugglega mjög gaman). Bestu kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 27.9.2006 kl. 12:29

6 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

það verður því meira gaman þegar við hittumst á húsbandstónleikum í des.

Sigrún Sæmundsdóttir, 27.9.2006 kl. 23:41

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Tek undir það Sigrún. Það væri nú gaman að heyra frá þér þegar þú ert komin í bæinn við gætum ef til vill hist yfir kaffibolla í Kaffitári í Þjóðminjasafni?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.9.2006 kl. 18:13

8 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

já það væri gaman að hittast, ég læt þig vita. Ég fékk gæsahúð áðan er ég var að hlusta á Magna og Dílönu hjá Hemma, þau voru æði.

Sigrún Sæmundsdóttir, 28.9.2006 kl. 21:40

9 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég vildi að ég hefði meiri aukatíma ....... En lifið er val og ég elska námið mitt wem mig hefur dreymt um að stunda síðastliðin 30 ár ;)

Ég ætla mér líka að fá mikið út úr tónleikunum í des!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.9.2006 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband