24.9.2006 | 09:17
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Áhugaverð grein í Mogganum í dag um hversu eða hvort Ísland ssé barnvænt. Sé litið til þeirra þátta sem tryggja líkamlega vellíðan þá er nokkuð ljóst að svo er. Heilbrigðisþjónusta, ungbarnaskoðun o.þ.h. eru góð dæmi um það.
Ef við skoðum hins vegar það sem lítur að sálræna þættinum þá er mjög líklega merira rótleysi í nútímabarni á Íslandi heldur en börnum fyrir 30+ árum síðan. Lífgæðakapphlaupið er orðið mikið og krefst margra vinnustunda á dag. Langi vinnudagurinn er ekki bara hjá öðru foreldrinu heldur dugar ekki minna en að báðir foreldrar vinni langa vinnudaga.
Barnið er því nánast allan vökutímann sinn í umsjá annarra. Jákvæði punkturinn er fæðingarorlof mæðra og feðra. Ungbarnið myndar geðtengsl snemma á lífsleiðinni og það er frábært þegar þau tengsl myndast með báðum foreldrum.
Ég las frétt hér um daginn um jákvæðar breytingar á Bugl og að bráðum yrðu biðlistar þar á enda. Það eru góðar fréttir. Hvað er ömurlegra en bið fyrir ung börn sem þurfa á geðheilbrigðis hjálp að halda. ég er líka ekki hissa á því að börnum með sálræn og geðræn vandamál hafi fjölgað. Róleysið er líklegast að birtast þar.
Ég hef nú stundum fleygt því fram að besti kosturinn væri að ein fyrirvinna dygði fyrir hvert heimili og það væri ekki tiltökumál að báðir foreldrar ynnu 50%-75% vinnudag. Foreldrar gætu þá bæði verið eitthvað með barni sínu og svo fengi það þá örvun sem leikskólar bjóða upp á t.d. hálfan daginn. Ég finn oft til með þessum litlu skinnum sem eru í leikskóla jafnvlel 9 klukkustundir á dag.
Því miður er þetta einhver draumsýn því að í því velferðarkapphlaupi sem Íslendingar er í þá eru ekki líkur á því að þar verði nein breyting á. Það væri kannski hægt að stytta vinnuvikuna um einn dag? Foreldrar væru með ólíkan aukafrídag í miðri viku og þannig ynnist auka tími fyrir barnið. Það væri kannski líklegasti valkosturinn og börnin hefðu þá helgina + tvo daga eða auka helgi í miðri viku.
Því meira sem ég hugsa um þetta þeim mun betur líst mér á það. Þá þarf BARA að hækka launin almennt svo að þetta geti gengið.......... hum....... eða ????
Þjónusta við börn er á háu stigi á Íslandi en samvera er af skornum skammti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Eða að "sætta" sig við minna. Þurfum við öll einkabíl - jafnvel TVO! - og mega-ADSL? Ég held að flestir gætu skorið niður einhversstaðar og unnið þannig minna.
Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 14:11
Ég held að við séum bara stjórnlaus! Við erum gjörsamlega búin að missa tökin á þessu. Við erum öll föst á maskínu sem við kunnum ekki að stökkva af (og þorum ekki). Kröfurnar sem við gerum til lífstíls eru langt fyrir ofan þann vafasama standard sem launin bjóða uppá og því eru allir að vinna alltof mikið og eru alltof mikið í burtu frá börnunum. Æi, æi..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2006 kl. 15:06
Ég þverskallaðist lengi við að setja mína fimmára á leikskóla, setti hana svo fjögurra ára hálfan daginn, til að fá þessa örvun sem þú talar um. Í haust neyddist ég til að setja hana allan daginn útaf félagsskapnum í hverfinu svo hún hitti minna af þeim krökkum sem þar ganga lausir og sjálfala langt fram á kvöl, hún var nefnilega hætt að hlýða. Litli strákurinn okkar 18 mánaða er ekki enn kominn í neina pössun og ekki búið að sækja um fyrir hann, við t´æimum því ekki strax, leggjum frekar á okkur smá púsl til að geta verið meira með þeim sjálf. Ég er innilega sammála þér Pálína, þetta væri ídeal fyrirkomulag.
Birna M, 24.9.2006 kl. 15:46
Ég hef fyrir löngu séð lausn eða a.m.k aðgerð sem ætti að bæta ástandið og það er að stytta vinnudaginn. Rannsóknir sýna að framlegð eða afköst eru ekki í samræmi við lengd vinnudagsins. Þær þjóðir sem er með styttri vinnudag eru sem sagt að skila meiri afköstum og framlegð. Mjög rökrétt, óþreytt manneskja afkastar meiru.
Sigríður Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 11:15
Guðmundur það ætti nú bara að klóna þig! Ég óttast mest að fólk sé komið svo inn í þennan hring að það sé erfitt að rjúfa hann, en mikið væri nú samt gaman að sjá það gerast.
Einmitt Jóhanna æi, æi...
ég skil punktinn þinn vel Birna með leikskólann var svolítið í þessum sporum með 2 yngstu mín.
Sigríður ég man líka eftir að hafa lesið bók sem heitir 80/20 reglan en í henni felst að 20% vinnutímans vinnurðu 80% af dagsafköstunum, þannig að hún virðist passa nokkuð vel við þína hugmynd. Mér líst vel á þetta.
Takk fyrir kommentin ykkar og sorry hvað ég var sein að svara.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.9.2006 kl. 19:00
Mer finnst ad lend vinnudags (i fullri vinnu) aetti ad midast vid a hvada aldri bornin manns eru. T.d. fullt starf 5 timar med barn a aldrinum 2-6 (leiksskolaaldruinn) 6 timar 7-14 ara. Og i framhaldi af thvi 7 til 8 timar eftir atvikum. Tha er bara spurningin med 0-2 ara en thad maetti vel vera 3-4 timar. Ja svo er bara spurnign hvort thetta er haegt!!!
Magga (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 18:31
Gaman að heyra svona uppástungur. Þá er bara eins og þú segir stóra spurningin hvort hægt sé að framkvæma það!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 28.9.2006 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.