Leita í fréttum mbl.is

Ábending til ALLRA bílstjóra

Í dag varð ég vitni að því að nokkrir strákar 10-11 ára gamlir komu brunandi niður gangstíg og einn þeirra fór beint af augum yfir aðra akrein Skeiðarvogs þaðan upp á umferðareyju með runnaplöntum, rétt nær að hemla áður en hjólið veður út á hina akreinina en bílar voru að koma úr þeirri átt.

Allir hinir strákarnir 5-6 biðu og horfðu á. Bílstjórinn sem var fremstur  snögg hemlaði, næsti bíll á eftir náði líka að stoppa. Ökumaður fyrsta bílsins talaði eitthvað til stráksins og ók síðan á brott. Þá gerðist það. Bílstjórinn í næsta bíl gerir það sem við ættum aldrei að gera hann gefur stráknum merki um að hann megi fara yfir.

Hvað gerist næst. Jú annar strákur leggur nú af stað á hjólinu sínu yfir götuna og bílar sem voru að koma stoppuðu og hleyptu honum yfir. Hvað gerist þá ? Einmitt restin af strákunum hjóla nú yfir götuna og næstu bílstjórar stoppa fyrir þeim og hleypa þeim yfir.

Hvað voru þessir bílstjórar að kenna þessum strákum? 

Með því að stoppa og hleypa þeim yfir götuna þá eru þeir að kenna þeim að það sé allt í fínu lagi að hjóla þarna yfir jafnvel þó að ekki væri nein gangbraut þar en það eru tvær gangbrautir við Skeiðarvog á þessum stað önnur í 100 metra fjarlægð og hin í 25 metra fjarlægð.

Í félagssálfræði hefur þessi hegðun verið rannsökuð og það var eins og ég væri að horfa á kennslu efni. Það var ekki nóg að strákurinn sem braut hina almennu reglu og hjólaði yfir umferðargötuna þar sem ekki var gangbraut og meira að segja hjólar upp á kanntstein, yfir runnabeð og svo niður af katnsteininum hinu megin sem síðan varð til þess að allir hinir strákarnir fylgdu á eftir heldur gerir ökumaður bíls númer tvö villu sem síðan er endurtekin af tveimur öðrum bílstjórum sem koma á eftir að stoppa fyrir strákunum og hleypa þeim yfir.

Nú vil ég með þessum orðum hvetja alla ábyrga bílstjóra til þess að stoppa ekki fyrir börnum á leið yfir götu nema að þau fari yfir þar sem gangbraut er. Þannig verða börnin öruggari. Bílstjórar eru meira vakandi fyrir því að börn séu á leið yfir götu þar sem gangbrautir eru.

Þau börn sem velja að fara yfir götu annarsstaðar læra mest af því að það sé erfitt og tímafrekt. Ef þau hafa valkost um að labba eða hjóla yfit hvar sem er þá velja þau þa´leið sem styst er á staðinn sem þau eru að fara á. Það þýðir oft að valinn er hættuleg leið á áfangastað.

Ég er fimm barna móðir og lít upp til bílstjóra sem tryggja öryggi allra barna með því að sýna þeim hegðun sem hvetur þau til að ganga eða hjóla yfir gangrautir.

Komum í veg fyrir slys. Stoppum bara fyrir börnum sem ætla yfir umferðargötur þar sem gangbrautir eru! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ég er sammála þessu að mestu.

Birna M, 15.9.2006 kl. 23:16

2 identicon

þetta er eins og talað út fá mínu eigin hjarta,Pálína

Stefanía (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 09:58

3 Smámynd: Ragnheiður

Góð ábending !

Ragnheiður , 16.9.2006 kl. 12:25

4 identicon

Er sammála þér. Ég get hinsvegar orðið brjáluð þegar ég er hjólandi eða labbandi hvað er SJALDAN stoppað fyrir mér á gangbraut eða keyrt yfir þótt að það sé hárautt ljós á göngubraut. Ég treysti barni mínu að labba í skólann en ekki bílstjórunum. Hef stoppað við gangbraut til að hleypa börnum yfir en þá er flautað á mig eða tekið framúr mér ogkeyrt næstum á börnin sem ég stoppa fyrir. Og hvar soppar bílstjórinn?....... jú 100 m frá til að hleypa sínu barni í skólan. Sorry en ég verð svo reið gagnvert þessu!!

Jóna (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 18:15

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég skil reiði þína mjög vel. Því miður er það svo að margir bílstjórar þurfa alvarleg slys til þess að vera tilbúnir til að leggja sig fram á þessu sviði.

Ég þekki líka bílstjóra sem bara hreinlega átta sig ekki á því hve mikilvægt þetta er, jafnvel þó að þeir eigi börn. Ég geri meiri kröfur til bílstjóranna heldur en barnanna.

Ég hef líka hjólað talsvert og skil alveg hvað þú ert að fara þar. Já það er synd að segja að það sé fyrirmyndar umferðamenning hér á Íslandi hvað þetta varðar. Ég er samt svo sannfærð um það að ef bílstjóri væri spruður vilt þú að börnin séu örugg í umferðinna þá myndu þeir allir svara "Já"

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.9.2006 kl. 20:52

6 identicon

Ég er sammála þessu, en ég hef samt lent í því að stelpa hljóp yfir götu (Kringlumýrarbrautina) þar sem ekki var aðstaða til að fara yfir fótgangandi, hún var komin hálfa leið yfir götuna þannig að ég varð að stoppa fyrir henni (allavega ætlaði ég ekki að keyra yfir hana, þótt hún bryti allar reglur) og bílinn á eftir mér flautaði óþolinmóðlega. Hvað átti ég að gera, keyra yfir barnið?
kv. S. Andrea Ásgeirsdóttir

S. Andrea Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 12:09

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég skil hvað þú átt við Andrea. Auðvitað geta komið upp sérstakar aðstæður og ekki um annað að ræða fyrir bílstjórann annað en að stoppa.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.9.2006 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband